Monday, May 29, 2006

Kæri jólasveinn... eða hvað???

Hæ hæ... Þar sem það fer nú að styttast í afmælið mitt þá hef ég ákveðið að bæta smá á óskagjafalisitann minn...


  • Stadium Arcadium með Red Hot Chillipeppers I
  • Jeff Who disk
  • Keiser Chiefs disk
  • skartgripir I
  • e-ð vel-lyktandi ilmvatn
  • monnís I
  • improvísering III
  • Ef yður langar til að gefa mér einhvern geisladisk en getið ekki, skv ykkar "prinsippum", gefið mér neitt af því sem ég hef skrifað af ofan þá er alltaf hægt að kíkja á listann yfir uppáhaldstónlistamenn mína á "profile-inu" mínu.. bara svona smá ábending!!!
  • Bækur sem mig langar í....Terry Pratchett bækur t.d. eins og "The colour of magic","Equal Rites","Mort","Gurads! Gurads!","Pyraminds","Moving Pictures"eða"The amazing Maurice and his educated rodents". Þetta eiga að vera fyndnar aulahúmorsbækur og fást þær t.d. í bókabúðinni í smáralind, kíkti hins vegar ekki á verðið....

Ég lofa að gefa yður eitthvað gott að borða, lofa samt ekki mjólk og smákökum...

Sunday, May 28, 2006

Fiskos

Ég er að fara til Tyrklands í sumar.
Marmaris er talin hafa verið stofnuð á sjöttu öld fyrir krist og hét þá Physkos.
Ég hlakka til þess að smakka alla þessa tyrknesku rétti. Las mér smá til um þetta og þetta svipar smá til matsins sem ég smakkaði á Krít, ekki nema von, þar sem Grikkland var einhverntíma undir Tyrkjum, eða svo skilst mér... Á Krít smakkaði ég paprikur fylltar með fetaosti og fyllta tómata. Þetta smakkaðist allt mjög vel og hlakka ég til að smakka Tyrkneskan mat ef hann er eitthvað svipaður þessu. Mig langar einnig að skoða Efeisos sem eru einhverjar geðveikar borgarrústir, þar sem var á tímum forn-grikkja annað stærsta bókasafnið, eftir bókasafninu í Alexandríu. Framhlið bókasafnsins er það eina sem eftir er af því og á víst að vera fögur sjón. Svo átti hof Artemisar, eitt af sjö undrum veraldar, að hafa staðið nálægt borginni. Svo væri maður alveg til í að sjá heilsulindina sem Kleópatra sjálf á að hafa baðað sig í, Pamukkale. Þetta er víst komið til af einhverjum kalkríkum neðanjarðarám sem hafa skilið eftir sig kalksteinsútfellingar á klöppunum. Þessi staður er kallaður Pamukkale vegna þess að þetta er svona hvítt eins og bómull, enda þýðir Pamukkale bómull. Á leiðinni til þessar yngingar-heilsulindar fáum við að sjá bómullar- og tópaksakra breiða úr sér yfir Taurusfjöll....
Jamm þessi útskritarferð hljómar svo sannarlega spennandi og mun vonandi hafa að geyma góðar minningar fyrir okkur fimmtubekkinga, og góða reynslu. Sorrý krakkar, fékk smá linkabrjálæði...

Saturday, May 27, 2006

Öflugur vímugjafi.....

Vá hvað þetta var skemmtilegt.... Við stelpurnar höfum enduruppgötvað kraft sykursins á ný... Við þurfum ekki að byrja að drekka til að "finna á okkur" það eina sem við þurfum er sykur....

Sykurinn blandast blóði.
Berst um í líkamanum
mikill mergjaður skjálfti
"man", ég stend á tánum.
Ferðast fram í haus
finnur sér stystu leið
barnið brýst út, og það
innbyrgðir meiri sykurseið

Friday, May 26, 2006

9?

Klukkan NÍÍÍU heyrði ég í rosa bíl fyrir utan, hélt að ruslakallarnir væru komnir enn og aftur. Svo heyrði ég mikinn hávaða... "Búmm, Búmm, Búmm" ég leit út um gluggann, ekkert... Leit út um hina gluggana og sá út um sjónvarpsherbergis-gluggann risastóra gröfu með klóna á lofti og barði niður í stéttina í innkeyrslunni hjá nágrönnunum. Frábært, og ég sem hafði ákveðið í gær að fara seint að sofa þar sem ég mátti það. Núna kom mér ekki dúr á auga.
Hávaðinn hætti þó, svo ég gat farið aftur að sofa og ég svaf líka til kl eitt.
Já ég ætla að bjóða Hörpu og Evu í heimatilbúna pizzu í kvöld, Harpa er búin að staðfesta komu sína en ég á eftir að ná í Evu.
Ég heyrði í gær um einhvern skrímsla-ævintýra-leik sem einhverjar milljónir Evrópubúa spila á netinu á hverjum degi. Þessir einstaklingar fylgjast vejnulega ekki með keppnum eins og Eurovision og svoleiðis. Var mér sagt að þessri einstaklingar hafi þó ákveðið saman að kjósa Finnalnd vegna þess að það var þeim mest að skapi. Þetta er þá ástæðan fyrir að Finnarnir unnu!!! Samt eru svona margir sem eru fullkomlega sáttir við það að þetta varð raunin! Þýðir þetta virkilega að svona margir eru orðnir leiðir á þessum dæmigerðu Eurovision-framlögum og vilja fá tilbreytingu??? Ef Íslendingar myndu koma með ógeðslega týbískt Eurovision framlag á næsta ári þá myndum við örugglega vera eina þjóðin sem væri ekki með Þungarokk eða e-ð annað sem er frekar ódæmigert fyrir þennan Eurovision stíl!!! Hvað á máður að gera? Á maður að vera öðruvísi og senda lágmenningarlegt Eurovision popplag eða á maður að vera frumlegur eins og allir aðrir??? Þetta er víst stóra spurningin!!!

Wednesday, May 24, 2006

Svo dásamlegt

Það er yndislegt, ég elska það. Það fyllir mig unaði og löngun. Vekur mig og gefur mér von. Það er orð, aðeins eitt lítið orð... Orðið er "stóðst".
Mikið óskaplega varð hjartað mitt litla glatt þegar ég hafið rifið eikunnaspjaldið úr umslaginu og litið neðst á blaðið. Þar var þetta yndislega orð, svo smátt en samt svo þýðingamikið og þægilegt. Þetta orð þýðir nefnilega svo margt. Það þýðir að ég þarf ekki að hafa meiri áhyggjur af endurtökuprófum né þarf ég að taka árið aftur. Það þýðir ekkert meira stress fyrr en næsta haust. Núna þarf ég bara að reyna að finna leið til að láta tímann líða hraðar þangað til ég fer til Tyrklands.
Ég ætla að mála einn vegginn í herberginu mínu og breyta honum í listaverk, eða það er planið. Svo veit ég ekki meira, ég þorði ekki að pæla meira í sumrinu fyrr en ég var viss um að ná prófunum.

Tuesday, May 23, 2006

Þessir trúarrugludallar

Hvað er með þetta lið sem segir að Lordi sé hópur af djöfladýrkendum? Kallast þetta ekki fordómar? Þetta lyktar allavega eins og fordómar! Saklaus uns "sekt" er sönnuð, og ég gæsalappa sekt vegna þess að ég sé ekki beint neina sekt í því að dýrka djöfulinn.... Fólk má gera það sem það vill í sínum eiginl frítíma á meðan það brýtur ekki lög eða skaðar einhvern!!!
Þetta er eins og að segja að Ágústa Eva/Silvía Night, sé súludansmey og gleðikona vegna þess að hún dansaði hálfnakin á sviðinu í Aþenu!!!

Monday, May 22, 2006

Á sjónarrönd: Afmælið hennar Jóhönnu

Þar sem ég á afmæli bráðum þá langar mig til þess að búa til smá óskagjafalista....
Það sem mig langar í er meðal annars:
Nýji diskurinn með Red Hot Chillipeppers
Einhver skemmtileg bók (á ensku)
Peningur segir kannski ekki allt sem þarf en ávallt vel þeginn
Skartgripir eru alltaf soldið vinsælir
Svo er alltaf hægt að improvisera.....

Sunday, May 21, 2006

FINNLAND ROKKAR

Já stundum getur maður verið sannspár!!!
Mamma og pabbi héldu Eurovisionpartý og gestalistinn samanstóð af eftirtiöldum nofnum: Mamma, pabbi, ég, Svansa systir, Halli maðurinn hennar, Rakel og foreldrar Halla. Þessi samsetning þýðir góður matur, allavega þriggja rétta máltíð, tvær-þrjár hvítvínsflöskur, rauðvínsflaska, ótaldir bjórar, wiskey og koníak. Þannig að allir, nema náttúrulega Svansa, Ég og hin þriggja ára Rakel, voru orðnir "smá" hífaðir þegar að Eurovision kom. Svo varð fólk enn hífaðra á meðan Eurovision stóð. Fólk ákvað að halda smá veðmál eftir keppnina og allir áttu að skrifa niður á blað, þrjú lög sem hverjum og einum þótti sigurstranglegast. Þar sem það átti að keppa um rauðvínsflösku ákvað ég bara að skrifa niður þrjú lög sem mér þótti skemmtilegust, ég var ekkert áköf í að vinna eða neitt svoleiðis. Þegar úrslitin voru ljós voru úrslit litla veðmálsins okkar einnig ljós. Ég, litla krúttið sem ekki drekkur, hafði unnið þar sem ég hafði skrifað niður á blaðið þrjú efstu sætin, Bosnia, Rússland og Finnland. Ekki gat nú dugað að gefa mér skitna rauðvínsflösku. Svo fólkið ákvað að gefa mér bara þúsundkall á kjaft. Ég verð nú að viðurkenna að hef smá samviskubit yfir að hafa féflett þetta saklausa, drukkna fólk. Ég reyndi mitt besta að fá fólk til að stilla sig aðeins og sagði meðal annars að þetta væri nú alger óþarfi, þetta var nú orðið dálítið dýrkeyptara en ein rauðvínsflaska en fólkið streittist á móti og lét mig lofa að eyða penngnum í vitleysu. Þar sem það er ógerlegt að rökræða við fólk undir áhrifum fór ég í kringluna með Hörpu og veðmálssjóðinn og keypti mér dýrlegan doppóttan grænan bol, krúttlegar fiðrildaspennur og Subway.

Friday, May 19, 2006

The people killed the eurovision star!

Ég hef ekki mikla löngun að horfa á Eurovision á morgun, eitthvað svo tilgangslaust.... Ég er meira að segja komin með leið á Finnska laginu! Ef Silvía hefði komist áfram hefði ég pottþétt horft, bara til að sjá eitthvað öðruvísi en það er búið að eyðileggja Eurovision fyrir mér það eru bara svo margir þarna úti sem hafa vondan tónlistasmekk, fleiri en þeir sem hafa góðan alavega. Svo kýs þetta fólk Tyrkland!!!!!!!!! Þvílík hneisa, þetta var svo óforbetanlega vont lag og svo ógeðslegt show. Ég held ég fái miklu frekar martraðir af þessari aflituðu fitubollu að sletta spikinu sínu í allt, allt of þröngu korsiletti heldur en af skrímslunum, þau voru nú bara sæt í samanburði. Svo leyði fullorðið fólk sér að púa á aumingja Silvíu... Hefur fólk engan sóma? Svo var líka púað á aumingja gaurana sem sungu "We are the winners" Hvað er að fólki???? Ég held ég sé bara eitthvað niðurdregin í dag, ég verð að gera eitthvað skemmtilegt á næstunni!!! Hvað segiði um sund eða skauta stúlkur???

Faaaaaallin, með þrjá komma tvo!!!!!

Ef þetta er ekki tíminn til þess að byrja að trúa á guð þá veit ég ekki hvað!!! "Elsku, yndislegi, dásamlegi, frábæri.... guð. Gerðu það , ekki láta mig falla"..... Þar sem ég og árgangurinn minn er búinn að vera að streða í þrjár vikur og fara í ellevu próf á þessum tíma þá eigum við öll klapp og hrós skilið. Ef ég fell þá mun ég brotna saman og verða að engu, ég er ekki viss um að ég myndi höndla það! Ég get bara ekki hugsað mér að fara í eitt prófið- eða tvö, í viðbót, ég er bara ekki til þess gerð að taka á móti svona miklu stressi. Enda er ég búin að vera með heiftarlegan höfuðverk í gegnum öll þessi próf. Í nótt hélt ég að ónæmiskerfið mitt myndi algerlega gefa sig og hleypa inn öllum gerðum af sníklum því ég vaknaði klukkan fjögur í nótt með svakalegan hausverk og horstíflu í vinstri nös. Reyndi að harka það af mér í nokkrar mínútur en hélt ekki lengur út en það, staulaðist niður og tók Íbúfen. Sofnaði svo hálftíma seinna. Ég er að fara í vinnuna eftir tvo klukkutíma að sitja við kassa og afgreið fullt flæði af viðskiptavinum. Ákvað svo að taka að mér aukavakt á sunnudaginn.
Eftir prófið í gær fórum við Harpa og Eva í skífuna og keyptum okur alar eitthvað þar. eva keypti sér einhverja skemmtilega þætti með David Attenborough og Harpa keypti sér Júróvísjón diskinn. Ég festi kaup í Disknum með Snow Patrol, svona stelpurokk... Diskurinn er allt í lagi en þerfnast frekari hlustunar þar sem ég er bara búin að renna honum í gegn tvisvar.
Ekki láta mig falla!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Wednesday, May 17, 2006

Afturábak-áfram

Hælarnir voru blóðugir, hún vissi ekki hvað hefði gerst... Hún táraðist, aldrei hafði þetta farið svona gjörsamlega úr böndunum. Venjulega hafði þetta verið bara svona lítið í einu en í þetta skiptið var bara svo gaman, hún bara gleymdi sér. Hélt bara áfram og áfram, þangað til núna. Áhrifin voru horfin og hún var bara sú sem hún var, engin önnur. Ekki gat hún farið til baka, þá færi bara allt í steik. Af hverju fannst henni að hún gæti ekki farið til baka? Það hafði hún enga hugmynd um. Hún hélt bara áfram í áttina sem hún var að fara, það hlaut að leiða að einhverju. Hvar var hún eiginlega? Af hverju var allt eins og það væri ókunnugt? Af hverju gat hún ekki bara vaknað og allt væri eins og áður? Hvers vegna gat þetta ekki bara verið draumur? Það er alltaf þannig í bíómyndunum! Hún hélt áfram að ganga á tánum vegna þess að hælarnir voru blóðugir og hún vildi ekki fá sýkingu. Núna var farið að koma sár á tábergið líka en hún vissi að hún mátti ekki stöðva. Eitthvað hræðilegt myndi gerast ef hún myndi stöðva! En hvað? Hvað gæti svo sum gerst? Hún hélt áfram að ganga á táberginu en leit örsnöggt til baka. Hún sá ekkert, það var algerlega dimmt! Það var ekki svona dimmt þegar hún horfði áfram. Var þoka? Hún leit aftur fram á við en núna sá hún ekkert. Það var jafn dimmt og fyrir aftan hana. Hún stöðvaði. Ég heyrði öskur. Ég leit í kringum mig en sá engan, engan sem hefði getað gefið frá sér þetta einmanalega, tóma öskur. Ég tók annan skammt og hélt áfram að djamma með vinum mínum.

Fréttir síðustu daga...

Var að skoða Google earth hjá Evu áðan... Djöfull er þetta skemmtilegt... Við sáum Eiffelturninn, Píramídana í Giza, Sfinxinn, hótelið okkar Hörpu í Króatíu, og margt fleira.... Fundum hins vegar ekki Kínamúrinn, held það sé vegna þess að þeir í Kína hafi ekki viljað gefa upp nákvæmari myndir af Kína. Einnig sést Ísland frekar illa. Ég sá í fréttunum einhverntíma að einhver kall, sem hafði teið loftmyndir af Reykjavík úr flugvél og vildi ekki selja Google Earth þessar myndir... Það var vegna þess að ef hann gerði það þá gæti hann ekki selt neinum öðrum myndirnar því þær væru alltaf aðgengilegar hjá Google Earth. Þess vegna eru bara gervihnattamyndir af Reykjavík...
Síðasta alvöru prófið var í dag, drulluerfitt stærðfræðipróf. Bara ritgerð á morgun, vona að það verði einhver skemmtileg efni að skrifa um, eithvað sem ég hef áhuga á og veit mikið um... Ef ég fell ekki í nenu og þarf ekki að taka endurtökupróf þá er ég bara eiginlega alveg búin... Svo bara Júróvísjón forkeppnin, vona að við komumst áfram....
Vííí America´s Next Top Model er í kveld klukkan 9... gaman gaman, það er einn af uppáhaldsþáttunum mínum....

Monday, May 15, 2006

Hmmm, loksins bregst heilinn við einhverju!!!

hmmm af öllum spurningakeppnum sem han Ármann hefur haldið á síðunni sinni þá held ég að í fyrsta skiptið sé ég með svarið við spurningunni!!!! Hér er spurningin og hér er svarið mitt við henni: Mónakó!!!!!

Sunday, May 14, 2006

Stillimynd

Ég er bara einfaldlega ekki útbúin með hæfileikann til að einbeita mér að hverju sem er!!! Ég þarf alltaf að vera gera eitthvað annað en ég þarf að gera.. Kannski er ég bara á einhverju mótþróaskeiði. Held samt ekki, því ef svo er, þá hef ég verið á því óvenjulega lengi.. Það er samt eins og þetta leysi á hæfileikanum til að einbeitingar sé svona valgegndræpt eins og himnurnar á frumunum okkar!! Ef ég er að gera eitthvað skemmtilegt þá er eins og þá himnan opnist, ef ekki springur og öll einbeitingin kemst inn, þ.e. ég get beitt öllum huga mínum á þennan skemmtilega hlut.. Ef, hins vegar, hluturinn sem ég á að vera að framkvæma er leiðinlegur og frekar óspennandi, þá er eins og fruman bara loki sér algerlega, ekkert kemst gegnum himnuna og einbeitingin kemst bara ekki í átt að námsefninu!!! Eins og núna, mér finnst gaman að blogga, þ.e. að skrifa niður bullið mitt og neyða aðra til að lesa það, einbeitingin er í fulkomnu hámarki, ég er ekki að hugsa um neitt nema það að blogga.... Sama gerist ef ég er að horfa á sjónvarpið... Harpa þekkir þetta og flestar aðrar vinkonur mínar, þar sem ég bara er ekki viðræðuhæf ef sjónvarpið er í gangi, jafnvel þótt það sé grútleiðinleg mynd í gangi... Og jafnvel þótt stillimyndin á RÚV er í sjónvarpinu, þá fer smá af athyglinni minni í það að fylgjast með, ef hún skyldi nú allt í einu breytast.
Já, athyglin er undarlegt fyrirbæri!!!

Wednesday, May 10, 2006

Drungaljóð

Ég lærði ekkert í dag í frönsku... Ég ætla að læra eitthvað á morgun...
Gekk vel í líffræðiprófinu...
Buin að tala um prófin... Ég vildi bara semja ljóð um dramað í Project Runway og blanda því saman við dramað í America´s next top model... Ég veit hins vegar ekki hvort hrafnar sleikja en það verður bara að hafa það.... hrafnar eru bara tákn fyrir eitthvað annað!!!

Svartur satínkjóll
sleikt hárið
glæsilegt guðdómlegt.
Hrafnar sleikja sárið
drúpandi blóðið
klærnar klóra
goggarnir gata skinnið
fjaðrirnar dreifa blóðinu
blóðið storknar
á náfölu skinninu
augun opin
horfa ekki neitt
ekki einu sinni í tómið.

Tuesday, May 09, 2006

Hnetusmjörsdrengurinn

Jæja, búin með 6 próf og á eftir 5 próf!!! Líffræði, franska, eðlisfræði, stærðfræði og íslensk ritgerð. Ég kvíði sérstaklega fyrir stærðfræðinni og solldið fyrir eðlisfræðinni. Svo verður franskan örugglega dálítið erfið. Annars held ég að allt hitt reddist ágætlega.
Mér þótti efnafræðiprófið frekar erfitt og gekk mér, satt best að segja, ekkert voðalega vel í því.
Þegar ég kom í vinnuna eftir prófið þá var ég svona frekar svekkt og leið.
Ég hef eignast svona viðskiptavin sem þekkir mig... Hann er Ameríkani og talar "Amerísku"... hehe... Hann kom, einu sinni á kassann hjá mér og spurði um pappír af því að hann var nýbúinn að missa hnetusmörskrukkuna, sem hann var nýbúinn að kaupa, og hún smassaðist í gólfið... Ég var ekkert sérstaklega hjálpleg því ég vissi eiginlega ekkert hvað pappírinn var og benti honum á næsta kassa!! Það var sko nóg að gera hjá mér... Í dag kom hann aftur, ég kannaðist aðeins við hann, en mundi ekkert hver hann var... svo segir hann e-ð :"hey how are you doing?", mér þótti það frekar skrítið að viðskiptavinur skyldi ávarpa mig á þennan hátt.... Ég bara svaraði hálfhikandi:"eh, fine".... Þá sagði hann:"I´m not buying any peanutbutter today"... Þá kviknaði ljós í kollinum, já auðvitað... Ég svaraði:"Oh, right, you´re the peanutbutter-boy"...
ókey þetta var soldið fyndið, í alvörunni!!!
Af hverju gat mér ekki gengið svona vel í munnlegu enskunni????

Wednesday, May 03, 2006

Dieux=Guð.....

Þetta er skemmtilegt ljóð sem ég rakst á þegar ég var að skoða innihaldið á "my documents"....
Gjöri yður svo vel!!!

Djöfull í dag
Dieux á morgun
Á milli mánans
Meðal sólargeislanna
Svíf ég í sæluvímu
Og sest á trjágrein
Þessi trjágrein er þreytt
Þreytt sem tígur
Eltandi hina eilífu bráð
sem alltaf er nokkrum skrefum á undan.

Monday, May 01, 2006

Úr fóstri hugans... Okfruma hugsananna... Litningar hugsananna raðast saman og mynda heilsteypta pælingu...

Ég hef verið að velta vöngum yfir ýmsu undanfarið.
Eitt af því er pæling um hvort nafnið Ármann þýði frummaður?
Ár=snemma/for-/frum- og mann=maður!!!

Er þetta ekki skemmtilegt?

Æj, það er áreiðanlega einhver dýpri pæling á bak við þetta nafn en ég er ekkert viss um að mér myndi finnast hún jafn skemmtileg og þessi!!!

Nokkur mismæli sem hafa skotið upp kollinum yfir lífshlaup mitt:
úúúú það er hakkedí og spakk í matinn
mmm ég fann brauð af lyktuðu risti
(uppfæri listann bráðum. endilega sendið mér fleiri...)

Æi það var eitthvað annað sem ég var búin að ákveða að blogga um en ég bara get með engu móti munað hvað það var!!! Getur varla hafa verið merkilegt, þó man ég eftir að hafa glottað yfir hugsuninni!!!

Allavega. Halda áfram með enskuglósurnar!!!!!