Saturday, April 29, 2006

Áfangi...

Fyrsta prófið afstaðið og er ég ekki frá því að mér hafi bara gengið þokkalega í því. Þetta var íslenska og námsefnið undir þetta próf var næst því að vera óendanlega mikið.

Völuspá,

Hávamál,

Sólarljóð,

Lilja,

Heyr himna smiður,

Eikarlundurinn,

Helgakviða Hundingsbana,

Atlakviða,

Passíusálmar nr 25 og 44,

Margt fleira....

Þrátt fyrir að ég hafi þurft að vinna daginn áður þá tókst mér samt einhvernveginn að redda mér í gegnum mest af námslistanum.

Á þriðjudaginn er svo enskupróf þar sem ég þarf að leggja á minnið allar glósur sem hafa komið fram í lesköflunum, bæði fyrir og eftir jól, sem er ansi mikið. Ekki nóg með það þá þarf ég líka að lesa allar smásögur sem við höfum lesið á árinu og það er heldur ekki lítið. Svo er líka náttúrulega hin arfaleiðinlega bók, Death of a Salesman til prófs en ég hef ákveðið að láta hana mæta afgangi þar sem ég bara afber ekki að lesa hana aftur. Ef ég hef tíma þá kíki ég bara á Sparknotes...

Á miðvikudaginn er svo munnlegt próf í ensku og þá verð ég búin að lesa smásögurnar og þarf ég því einungis að skoða greinina sem ég valdi mér og leggja á minnið svona helsta efni hennar. Ég valdi grein um klónun á manna-fóstrum (ekki barnfóstrum). Þetta er mjög áhugavert en ég þarf bara að bæta skilning minn á þessu málefni.

Jæja, ef ég hætti ekki núna þá neitar tölvan örugglega að Publisha póstinn svo ég segi bara bless í bili...

Thursday, April 27, 2006

sjitt...

Ég er bara ekki í stuði til þess að læra akkurat núna. Ég er búin að gera allt til þess að reyna að sleppa við það, t.d. að búa mér til kaffi í expresso vélinni, svo bjó ég til lítinn sætan froðukoll ofaná... Ég er líka búin að "organísera" mjög vel hvað ég á að læra fyrir prófið þ.á.m. að búa til litla gula miða með smárri skrift sem segir hvað sé hvaða kafli og líma þá á endann á blaðsíðunum með límbandi þar sem ég var búin að nota alla þessa einföldu sem maður kaupir úti í búð. Núna loksins er ég komin í tölvuna. Ætlaði upprunalega að skoða allar glósurnar sem ég var búin að hlaða niður af my-school. Geri það bara á eftir...
Reyndar er ég búin að lesa Sólarljóð, og e-ð um helgikvæðin.. Úff ég á mikið eftir. Og ég var að fatta soldið: Ég er ekki með inngang á námskerfi skólans og því get ég ekki skoðað glósurnar hennar Úrsúlu.... Svo er ég heldur ekki með Acrobat reader og því get ég ekki skoðað neitt af gömlum prófum..... leiðinlegt..

Ég vildi að ég hefði fengið Orminn langa á eftir mér því ég er búin að glósa svo hræðilega vel í hana allar pælingar og orðskýringar...
Ég var að fatta soldið: Það eru ekki nema 10 reglur og 6 skilgreiningar til stærðfræðiprófsins oooog það eru ekki nema 3 vikur í sumarfrí!!!!! Húúúúúú(anda inn)... Haaaaaaaaa(anda út)!!!

Jæja, ég ætla ekki að sóa mínum tíma, sem og ykkar tíma, mikið lengur, og hef ákveðið að snúa aftur í stúdíuhornið og einangra mig það sem eftir er dagsins....

Monday, April 24, 2006

Paradísar-borgin

Þegar maður vinnur á opinberum stöðum eða er í skóla, þá segir fólk, sem maður kannski þekkir ekkert svakalega vel, eitthvað við okkur! Í mörgum, ef ekki flestum af þessum tilvikum, dettur manni nákvæmlega ekkert sniðugt í hug að segja á móti. Ég er ein af þeim sem velta sér endalaust yfir hvað ég hefði átt að segja... Eins og um daginn í vinnunni. Þá kom maður á kassann til mín með litla handkörfu fulla af mat. Þegar hann var að sturta úr henni á færibandið sagði hann:"Noh, ég er bara með hollan mat í körfunni, ég er virkilega bara að kaupa hollan mat. Það er bara ekkert óhollt í körfunni!!". Mér fannst þessi maður ekkert sérstaklega fyndinn eða sniðugur svo ég ákvað að hunsa hann bara. Eftirá, þá hugsaði ég með mér hvað það hefði verið í stíl við húmor þessa kalls að segja:" Jáh, þú verður örugglega alveg svakalega mjór á morgun eftir að hafa borðað allan þennan holla mat!".
Var á röltinu heim í snjókomunni. Loftið var rafmagnað og snjókornin féllu á andlitið, hárið og nefið. Ég greip nokkur snjókorn með tungunni á meðan ég hlustaði á "Paradise City" með Guns'n'Roses.

Saturday, April 22, 2006

Auðlesið

Ég er búin að lesa greinina sem ég valdi í ensku einu sinni og er ekki að skilja orð... Valdi greinina um fóstur-klónun. Helga fær sko að hjálpa mér.

Fjölskyldan kom til okkar í matarboð og fengum við að eta stórt lambalæri með rauðkáli, maísbaunum, svartri sósu og karamellukartöflum. Í eftirrétt fengum við vanilluís með jarðaberjum, ferskum ananas og súkkulaðisósu.

Ég svaf áðan, áður en fjölskyldan kom í mat, yfir Sigurrós og gamla disknum með Emiliönu Torrini, Merman. Merman er langbesti diskurinn hennar... Flugufrelsarinn er uppáhaldslagið mitt með Sigurrós. Sérstaklega textinn, hann er bara eitthvað svo súrrealískur.

Úff, ég er svo södd (andvarp).

Ég verð að læra eitthvað á morgun...

Langaði í eitthvað grænt og gómsætt...

Ég hef núna breytt útliti síðunnar minnar þó innihaldið sé nákvæmlega það sama. Einnig mun ekkert breyta út af skrifum mínum, ég mun halda áfram að skrifa jafn skemmtilega og ég hef ávallt gert. Mig langaði bara að fá aðeins meiri lit í þetta þar sem sumarið er handan við hornið og svo verður sumartískan alveg svakalega litrík, það segir allavega vikan, besta vinkonan!!!
Fyrsta vorprófið yfirstaðið og gekk mér bara ágætlega í því, vonandi. Ég vildi óska þess að mér muni ganga vel í hinum prófunum án þess að þurfa að læra neitt svakalega mikið....
Jæja, læt þetta bara gott heita í bili, þangað til mér raunverulega dettur eitthvað í hug að skrifa.

Friday, April 21, 2006

Meðvitund, eða ekki meðvitund?

Vá, það er eins og einhver hafi stolið meðvitundinni minni er ég kom heim úr skólanum í dag!!! Ég bara steinsofnaði í keng í sófastólnum inni í stofu með Petit Prince í hægri hendi.. Vankaði svo við mér klukkutíma seinna og sofnaði aftur í stóra sófanum við hliðina, eftir að hafa klöngrast þangað, grútsyfjuð og hálfmeðvitundarlaus!! Þetta var sá allralengsti skóladagur, innan veggja skólans, sem ég hef á ævinni upplifað... Ekki nóg með það að í verklegri efnafræði ákvað kennarinn að hafa tvöfaldan bóklegan tíma, heldur ákvað stærðfærðikennarinn okkar það að hafa aukatíma, eftir skóla, í STÆ. Ég sem sagt kom heim klukkan hálffimm.. Einnig er ég að fara í próf í munnlegri frönsku á morgun um eitt-tvö leitið og ég er ekki neitt búin að undirbúa mig, ég bara hreinlega nenni því ekki!! Ekkert voðalega sniðugt þar sem þetta er stúdentspróf!!! Ég er þó búin að læra utanað ljóðið sem ég ætla að flytja, svo þetta verður víst alltí lagi, ef ég finn einhverjar glósur úr L'heure de Crime, bókinni sem svo undarlega vill til, er týnd í augnablikinu... Æj, þetta reddast, er það ekki?
Yfir í allt aðrar nótur!!! Er þó ekki viss um að nokkuð annað en hið dularfulla meðvitundarleysi mitt, rúmist fyrir í heilanum mínum akkurat núna!!

Tuesday, April 18, 2006

Svívirðing!!!

Mamma mín segir alltaf að það eigi ekki að tjá tilfinningar sínar fyrr en þær eru hjaðnaðar að einhverju leiti... Í dag er ég mjög ósammála þessu, vegna þess hvað stærðfræðikennarinn ákvað, algerlega upp úr sínum eigin haus.... Lesið bara hvað hann skrifaði á síðuna sína!!!:

"MR krókurinn
Góðar fréttir, góðar fréttir og góðar fréttir:
1. Enginn tómi á morgun því ég þarf að ná morgunfluginu til Sverige.
2. Ég min bæta það upp á föstudaginn kl. 14:35 sem verður N.B. síðasti föstudagstími skólaársins hjá mér.
3. Skyndipróf úr öllu efni misserisins á mánudaginn. Hér með hefur þessu verið komið á framfæri."

Gaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa?????? Hvernig getur ein mannsveskja leyft sér svona lagað??? Og það eftir síðasta tíjma á föstudegi, ég er að vinna kl 4... Hef ekki tíma í svona þrugl!!!

Tuesday, April 11, 2006

Magnifique!!!

Jeij... Ég er komin á netið í minni eigin tölvu. takk æðislega Daði tölvugúrú. Ég hef saknað þess svo ofboðslega mikið að geta ekki tjáð mig á almannafæri.
Ég ætla að þýða fyrir ykkur ljóðið sem ég ætla mér að lesa upp í munnlega frönsku-stúdentsprófinu, og hér kemur það:

Ég fór á fuglmarkaðinn,
og ég keypti fugla,
handa þér,
ástin mín
Ég fór á blómamarkaðinn,
og keypti blóm,
handa þér,
ástin mín.
Ég fór á járnvörumarkaðinn,
og keypti keðjur,
þungar keðjur,
handa þér,
ástin mín.
Og svo fór ég á þrælamarkaðinn,
og ég leitaði þín,
en ég fann þig ekki,
ástin mín.
Hvað finnst ykkur? Skemmtilegt, ekki satt???

Speglúreringaríngar in Johannas offer...

Góðan dag... Því miður, fyrir ykkur, elsku lesendur mínir, þá hefur veraldarvefurinn heima hjá mér, verið í ólagi. Því hef ég ekki getað komist á netið og þar af leiðandi ekki getað bloggað... Þar sem ég er hjá henni ofursnotru vinkonu minni, Evu Maríu, hef ég krafist þess að komast á netið hjá henni og fá að bogga eitt lítið blogg, allt handa ykkur.
Páskafríið er búið að vera yndislegt og hef ég getað sofið og etið sem mig lystir. Enda hef ég bætt á mig allmörgum grömmum af súkkulaði og góðgæti. Er staðföst á því að taka mig á eftir vorprófin.



Ég hlakka til að komast í sæluna í sveitinni í Borgarnesi, í bústaðinn, þar sem hann Halli mun fara á kostum í eldhúsinu... Svo má ekki gleyma súkkulaðiegginu á páskadag, en það mun ekki lifa lengi, eggið það.... Verði mér að Góu...


Ætli kaktusar, sem ekki blómstra, stundi kynlausa æxlun? Hvernig flokkast kaktusar eiginlega? Eru þeir blómplöntur???