Sunday, November 30, 2008

Amsterdam

Þegar ég fer að búa þá langar mig í svona sófaborð(þetta eru tvö sófaborð. svart og glært).
Hér er laufalaust tré rétt fyrir utan Önnu Frank safnið. Safnið var áhugavert og það var gaman að skoða. Þarna voru stutt vídeo og textar á veggjunum bæði upp úr dagbókinni hennar og fleira... Maður fékk líka smá skilning á því hvernig húsakynnin voru þegar þau voru í felum.
Þessi mynd er tekin rétt hjá Rauða/Kína-hverfinu. Falleg birtan:D
Þessi er tekin hinum-megin við brúna sem ég sóð á þegar ég tók hina myndina
Posted by Picasa

Saturday, November 22, 2008

Ég nýt ásta með bólgueyðandi

Heilsu minni hefur hrakað snarlega síðustu daga. Ætli hreyfingtaleysi sé ekki um að kenna? Eins og fram hefur komið þá hefur bakverkur hrjáð mig um stund og hef ég gengið til sjúkraþjálfara í þrjú skipti. Hann hefur varað mig við hættunni á því "að sitja í rækjunni"og það er líkingarmál sem ég hef einsett mér í að koma í málshátt eða spakmæli á einhvern hátt, helst í einhverri annarri merkingu en upphaflega var átt við. Kannski ég skrifi bara bók... Hver veit? Kannski ég hringi bara í útvarið og vari ráðamenn þjóðarinnar við því að sitja í rækjunni... Hún gæti kafnað... Góðu fréttinar sem ég fékk frá sjúkó voru þær að ég þjáist ekki af brjósklosi heldur bólgum í brjóski milli L1 og L2, sem ég geri ráð fyrir að séu hryggjaliðir. Slæmu fréttirnar sem sjúki sagði í seinasta tíma eru þær að ég er verr haldin en ég læt líta út fyrir að vera, ég er s.s. trukkur sem finnur ekki sársauka... Ég ætti kannski að fara að stunda það að fæða börn fyrir viðkvæmar mæður...
Svo af því að það er svo móðins eitthvað þá ákvað ég að láta rífa úr mér tvær tennur... Þar sem ég er með sjúklega lítinn munn og huges tennur þá var víst ekki pláss fyrir alla þessa endajaxla sem voru að þrengja sér upp á yfirborðið í gómnum mínum svo égt ákvað að "dóneita" a.m.k. tvo endajaxla eða svo til góðgerðamála Tannblætissjúklinga. Þar af leiðandi er ég með tvö göt í gómnum, vinstramegin í efrigóm og hægramegin í neðrigóm. Sökum þessa er mér illt í kjálkanum og á erfitt með að opna munninn upp á gátt.
600 mg Íbúfen er því besti vinur minn í augnablikinu:D

Wednesday, November 12, 2008

Smá pólitískt blogg...

Nú hefur ímynd íslenskrar alþýðu beðið álitshnekki vegna samskipta Darlings, Browns og íslenskra ráðamanna.

Só?
Vildi virkilega einhver hafa þessa gömlu ímynd á sér um að Íslendingar upp til hópa væri álfar, huldufólk og tröll eða víkingar? Vildi einhver að eina atvinnugrein þéttbýliskjarna úti á landi væri staðsett í álverum? Vildi einhver að allir héldu að allir íslendingar með tölu væru með hver í bakgarðinum og böðuðu sig þar?

Ég segi: Byggjum okkur upp ímynd sem segir að yfirvöld hér séu óspillt, að skynsamlegir stjórnanhættir ríki hér og eftirlit sé með því hvernig fjárhagsleg aðstaða landsins er í raun, en ekki sé treyst á það hvað einhverjir auðmenn, sem greinilega ekkert vit hafa, segja. Að hér hafi allir möguleika á því að lifa sómasamlegu lífi burtséðfrá hvaða vinnu þeir taka sér fyrir hendur. Ræstitæknirinn á alveg jafnmikinn rétt á því að hafa barnið sitt á leikskóla og bankastjórinn... Að hér sé sanngjörn skattlagning, og að þegar hækka þarf skatta tímabundið þá sé það gert hjá þeim sem mest mega við því. Að hér sé almenningur upplýstur um ástand þjóðar áður en allt fer í fokk....

Slettunauðgun

Gaaa... Af hverju notar fólk íslenskuð enskuslettuorð í fræðilegum fyrirlestrum í stað góðra og gildra íslenskra orða, sem bera í sér sömu andskotans merkingu og ljótu sletturnar? Jafnvel gæti ég tekið betur á móti enskum upprunalegum orðum frekar en illu slettunum...
Dæmi... Orðið "sítasjón" sem margir listfræðingar nota... Í mínum huga hljómar íslenskaða slettan eins og "situation"(ástand) á ensku, en neii, þetta er notað yfir orðið tilvitnun, sem er mjög gott og gilt íslenskt orð sem nær fullkomlega yfir merkingu orðsins "citation" sem "sítasjón" ógeðið er komið af... Og ef þú ert á móti því að nota íslensk hugtök, kannski vegna þess að þú veist ekki hvað þau þýða, þá endilega notaðu orðið "citation" (borið fram sÆtEIsjun), mér finnst mér ekki vera eins mikið munnlega nauðgað við þess konar slettunotkun....
Svona loddaraskapur leiðir einungis til misskilnings...

Monday, November 10, 2008

Andlist

Hún stóð fyrir framan spegilinn
og klíndi fínu kremi úr sérhannaðri dollu framan í sig.
Kremið rann léttilega milli fingranna og húðarinnar
og hún nuddaði andlitið þangað til að hún var orðin stöm,
þá setti hún meira á fingurna og bar í andlitið.
Hún bar á ennið, kinnarnar, hökuna, Tsvæðið, kringum munninn,
mmm, þetta var eins og silki.
Augnalokin, augnkrókana, hvítuna, lithimnuna, augasteininn,
og svo var svo góð lykt af þessu.
Varirnar, tennurnar, tunguna, úfinn, kokið, barkann,
þetta bragðaðist svo vel.
Nefið, nefhárin, nefholið, kremið blandaðist slíminu og horinu
og hún hnerraði.
Svo grét hún kekkjóttum tárum
sem lyktuðu svo vel, brögðuðust svo dásamlega og voru eins og silki viðkomu.
Hún grét svo mikið og lengi að klukkutímar urðu dagar, sem urðu að vikum. Hendur hennar visnuðu og þornuðu, hár hennar varð stökkt og þurrt og kremið úr krukkunni kláraðist. Andlitið var hins vegar eins og fegursti gimsteinn, skínandi, ljómandi, vellyktandi og eins og silki.
Mánuður leið og loks fannst hún látin inni í íbúð sinni, alein með tóma kremdollu í vinstri hönd.
Í kistunni liggur gimsteinn, fegurri en nokkuð annað sem nokkur hefur séð, en aldrei verður hann skart.

yfirlit

Hafiði reynt við krossgátuna(eða bara skoðað) sem kemur í morgunblaðinu á sunnudögum? Vitiði hvernig hún virkar, ég get aldrei neitt af orðunum, allar vísbendingarnar eru bara eitthvað kjaftæði... Er eitthvað trikk við þetta eða er ég bara svona vitlaus?

Fuss og svei, Ute Mahler, ljósmyndarinn sem tók mynd af mér á kringlubílastæðinu fyrr í vetur, er ekki enn búin að senda mér afrit af mynd... Ja svei hehe

Ég þarf að fara til sjúkraþjálfara, heimilislæknirinn segir það:( Allt út af bakverkinum um daginn, þetta var víst ekki bara venjulegt þursabit, ég fékk verk út í fótinn. Ég mæti í fyrsta tímann á föstudaginn. Oh, það fer alltaf allt til fjandans rétt fyrir jól, fjármálin(jeij, það verður gaman að spara í Amsterdam), frystiskápurinn og svo bakið...

Ég var að baka aðra smákökusort, helst vegna þess að hin sem ég bakaði um daginn er búin...