Friday, March 31, 2006

Ýmislegt brugg...

Var í vinnunni í dag. Það kom e-r karl á kassann hjá mér og svona skvetti handkörfunni á færibandið hjá mér. Sagði svo :"hérna..", ætlaðist greinilega til þess að ég tæki úr körfunni, fjandans asninn.... Fannst mér þetta frekar mikil óvirðing gagnvart mér, en ég náttla gat ekkert gert án þess að vera rekin.... Svo ég ákvað að taka bara ofurhægt úr körfunni, bara til að athuga hvort það pirraði hann!!! Það gerði það ekki, hann var ekkert að flýta sér... Mér finnst ég vera áhrifslaus og skítug....
Búin að endurnýja Dúdann, þ.e. búin að setja fullt af nýjum lögum í staðinn fyrir lög sem ég var vön að spóla yfir.... Komið smá með Kaiser Chiefs, Guns´n´roses, Ampop, The Coral, o.fl....
Fékk í gær einkunnir í Lífrænni efnafræði og Islensku-ritgerðinni.... Í hinu fyrrnefnda hlaut ég einkunnina 8,7 og í hinu síðarnefnda 8,0. Nokkuð sátt. Langaði samt geðveikt í 9 í ritgerðinni en bjóst samt við 6-7...Svona er það að fá ekki að eiga kökuna og éta hana líka....
Á morgun fer ég í bústað í afmælispartýið hjá henni Gauju.... Ætla að vera rosalega frumlega og gefa henni þúsundkall.... Kannski handgert afmæliskort, eða er það kannski stílbrot? Jæja.. Þetta fer að verða búið þetta tiltekna blogg... Skrifumst seinna og ekki gleyma að skrifa ykkur í gestabókina og kommenta, til þess er þetta....

Wednesday, March 29, 2006

Jukkíbjukk, margfætlur..... Brrrrrr...

Fokk, ég var að fletta líffræðibókinni í rólegheitunum og skoða svona lesefni fyrir próf þegar allt í einu ég sá þessa risa-ógeðis-margfætlu.... Ég fékk alveg svona sting í magann og gargaði næstum því... Ég er nefnilega alveg dauðhrædd við margfætlur.... Mér finnst þær alveg svakalega viðbjóðslegar. Ég þarf ekki meira en að sjá mynd af margfætlu. Það fær mig til að bregðast við eins og manneskja sem hefur komið auga á hálfétið mannslík eða e-ð!!! Held ég sé með einhverja Phobiu! En allavega þá sem betur fer þá var þetta ekki alvöru margfætla heldur bara mynd í bókinni, en ég er ekki viss um að ég geti lesið þessa blaðsíðu!!! Verð víst bara að lesa glósurnar þeim mun betur. Harpa þekkir því miður allt of vel þessa Phobiu hjá mér síðan í Króatíu. Við bjuggum nefnilega í svona íbúðarhúsi og á hverju kvöldi þegar við komum inn eftir að hafa verið í bænum þá voru nokkrar svona ógeðslegar margfætlur með allt of mörg fótapör og risastórar sem sátu á veggjunum innanhúss.... Eitt kvöldið ákváðum við Harpa að fara aðeins seinna að sofa en foreldrar hennar og vorum bara frammi í stofu að kjafta. Því miður þá hafði pabba hennar Hörpu misfarist að hleypa einni margfætlunni út og þegar þau voru í fastasvefni þá kom ég auga á þetta flykki, sko kannski fimm sentímetrum við hliðina á höfðinu á mér... Ég náttúrulega öskraði ofboðslega hátt og vakti forledra Hörpu með látunum... Ég svar ekki vel þetta kvöld en eftir þetta þá neyddi ég pabba hennar Hörpu að grandskoða húsið algerlega áður en ég kæmi inn,... Það var nú þeim fyrir bestu, vegna þess að annars áttu þau á hættu að vakna við gargið í mér, seint á kvöldin!!!

Litríkt kvart...

Djöf-ull er þetta lag (I´ve never been to me, með Charlene) kveljandi. Hluti af sál minni er fleginn lifandi í hvert sinn sem þetta lag sleppur inn fyrir mín eyru. Því miður gerist þetta ósjaldan því þetta er eitt af vinsælustu lögunum á Létt 96,7, og þar sem ég vinn í Hagkaup, musteri létt 96,7 þá er aðeins lítill hluti af sál minni ófleginn... Ég spennist öll upp við að heyra þetta lag og langar helst til þess að hlaupa um öskrandi og halda fyrir eyrun mín þegar þetta þag er spilað. Ég er þess fullviss um að djöfullinn hafi samið þennan texta. Svo er alveg sérstaklega pirrandi hvernig þessi kjelling syngur viðlagið vegna þess að hún andar svo mikið út á "I´ve" að það er sem hún segi "hive"... Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu illa þetta lag fer með sál mína, nema þið séum sammála mér í þessu!!
Hey pabbi ætlar að kaupa svona plötu sem hægt er að festa á vegginn við rúmið, og mála hana hvíta. Svo má ég mála það sem ég vil á hana, er að spá í eitthvað litríkt og skemmtilegt. Komin með nokkrar hugmyndir, heldur flóknar en skemmtilegar!!! Þetta verður svooo skemmtilegt!

Thursday, March 23, 2006

Eyjólfur sbr. Hitler???

Eysi
Adolf (Dollý) Hitler
Haha, ætli hann Eysi, stærðfræðikennarinn okkar, hafi ætlað að vera Hitler á síðasta grímuballi??? Skoðið hattin vel, eiginlega alveg eins, nema það vantar þennan örn þarna efst....

Wednesday, March 22, 2006

Skautaferð...

Ég rifjaði upp æskuminningar og skellti mér á skauta með stúlkunum. Agljóst var að það hefði verið langt síðan ég fór síðast á skauta, venga þess hversu hrikalega ryðguð ég var, kýs þó heldur að kenna illa slípuðum skautum um. Ég nefnilega ákvað að spara mér þrjúhundruðkall og blöðruskreytta fætur og tók með mér skauta að heiman, aðeins of stórir en ekkert sem ullarsokkar gátu ekki lagað. Fyrir vikið runnu skautarnir heldur frjálslega þvert á móti leiðinni sem ég var að fara svo ég þurfti að beygla ökklana út á við svo ég rynni ekki frekar í splitt á miðju svellinu.
Það eina sem pirraði mig við aðra skautara voru þessir rosa kláru sem skautuðu hring eftir hring og beygðu inn á milli amatura eins og okkur, sem gerði mann skelkaðan enda heldur óþægilegt að sjá fólk þjóta þétt framhjá sér á meðan maður heldur vart jafnvægi á 0,2km/klst. Þrátt fyrir mikla vöntun kunnáttu lögðum við ekki í það, nema einn hring, að nota hjálparskautatækið, enda afburðahallærislegt apparat atarna! Heldur myndum við detta á rassinn...Reyndar gerði ein okkar það, nefni engin nöfn.. Svo tók maður eftir einstaka myndarlegum náungum....
Heyrðu eitt annað sem pirraði mig óstjórnlega: Tónlistin... Eitt og eitt gott lag en þess á milli viðbjóslegur sori sem engum er bjóðandi þótt stærsti aldurshópurinn væri 10 ára stelpur sem hvort eð er hafa ekki tónlistasmekk yfirleitt.

Tuesday, March 21, 2006

Undarlegt háttalag strætós

Kominn tími á nýtt blogg enda hef ég ekkert annað við tímann að gera í dag. Það eina sem ég átti að læra heima var að gera efnafræðiskiladæmin og ég kláraði þau að korteri!!! Ég var í stræto að spjalla við hana Önnu þegar strætó þegar hann keyrði alltí einu út í kant og stoppaði þar. Þá hljómaði svona bíb bíb bíb hljóð, frekar lágt en nóg til að pirra mann. Strætóbílsjtórinn hoppaði út úr strætó og fór e-ð að kíkja á dekkin eða e-ð. Svo kom hann aftur inn og keyrði af stað. Við vissum ekkert hvað gerst hefði og litum á hvora aðra, hálfskelkaðar. Náttúrulega það fyrsta sem mér datt í hug:" hann var að athuga með hryðjuverk, hvort það væri nokkuð sprengja undir bílnum".... Sagði þó ekkert, því ef ég þekki sjálfa mig rétt þá á ég það einstaka sinnum til að oftúlka atburðarrásir. Strætó keyrði áfram en þetta pirrandi hljóð hélt áfram. Urðum frekar pirraðar og eftir að ég var búin að keyra nokkurn spöl með strætó ákvað ég að yfirgefa hugmyndina um hryðjuverkkaárás og kveikti á dúdanum eftir að Anna var farin!

Friday, March 17, 2006

Siggi eða Pétur?

Af einhverri undarlegri ástæðu þá rugla ég alltaf saman nöfnunum Siggi og Pétur. Ég hef enga hugmynd af hverju svo er. Fólk sem heitir annað hvort Siggi eða Pétur, og sem ég sé ekkert voðalega oft á það til að breyta um nafn í höfðinu á mér. Ég bara get ómögulega munað hvort umrædd manneskja heitir Siggi eða Pétur! Hað er að mér? Þetta eru ekki einu sinni lík nöfn! Ég myndi skilja sjálfa mig fullkomlega ef um væri að ræða nöfn á borð við Þorgeir, Þorleifur, Þorfinnur eða e-ð þess háttar, nema það að ég auðvitað ruglast líka á svoleiðis nöfnum! Hvers vegna finnst mér Siggi og Pétur svona auðruglanleg nöfn? Ég veit ekki!!! Ekki glóru!!!

Tuesday, March 14, 2006

Fleiri spurningar sem þarfnast svörunar

Hafiði einhverntíma velt fyrir ykkur tilgangi augnabrúna? Hvað gerir þetta eiginlega? Það er auðveldlega hægt að færa rök fyrir hárinu á höfðinu... Jú, það hlýjar því og verndar þetta gums þarna inni og heldur því heitu. En hvað gera augabrúnirnar nákvæmlega? Þær hlýja manni ekki, þær eru allt of litlar til þess. Það er nákvæmlega enginn tilgangur með þeim. Af hverju erum við þá með þær? Þetta eru náttúrulega leifar af þeim feldi sem apinn þurfti ekki lengur þegar hann fann upp eldinn gat búið sér til klæði til einagrunar, og þurfti þ.a.l. ekki feldsins við.Af sömu ástæðu erum við með augnahár en ég held samt að þau gegni einhverju hlutverki engu að síður, hvort sem það er að vernda augun frá sníklum eða e-ð annað, það veit ég ekki. Þó hef ég aldrei heyrt skýringu á tilvist augnabrúna! Því varpa ég fram spurningu og býst við að fá svar frá lesendum en í leiðinni mun ég svara fyrri spurningu minni er ég varpaði fram í öðru bloggi um hvaða lag innihéldi eftirfarandi teztabrot.... Svarið er Girls and Boys með Blur......Það þurfti ekki að leita langt vegna þess að þetta lag er einmitt á listanum yfir flottustu lög í heimi...

Sunday, March 12, 2006

Blogg dagsins...

Íslendingar elska allt sem kallast létt, Diet, light, non fat og þar fram eftir götunum...... Ekki er til sá nútímaíslendingur sem ekki getur tjáð skoðanir sínar um létt afurðir, svo sem jógúrt, mjólk, gosdrykki, ost o.fl. Hvað sem þú munt nokkurn tíma kaupa, þá mun alltaf vera til önnur gerð af þessu, nema bara léttari, hvort sem þetta er kex, mjólkurvara, jafnvel sælgæti. Núna er hægt að kaupa sykurlaust sælgæti, þó upprunalega var það búið til handa þeim sem eru sykursjúkir, en feitir íslendingar sem eru sjúkirí sykur kaupa þetta sem megrunarfæði.... "Nei, ég ætla ekki að kaupa jógúrt, það er svo fitandi, ég kaupi bara sykurlausa gúmmíbangsa, ég er í megrun". "Ég borða alltaf svona sykur-, kolvetnis-, prótín-, allslausan súkkulaðibar úr gerfiefnum, vegna þess að ég er í megrun...." "Guð hjálpi mér ef nokkur náttúruleg næringarefni komist í sýstemið mitt!!!" Er fólk alveg gengið af göflunum? Hvers vegna að eyða morðfjár í rándýra gerfiefnanammibari sem bragðast eins og kúkur í stað þess að eyða, ja, aðeins minna, í grænmeti, sem er hundrað prósent hollt og megrunarvænt? Auk þess er grænmetið líka betra á bragðið! Ég myndi hiklaust kaupa meira af grænmeti og ávöxtum ef það væri auðveldara að kaupa það.... Ástæðan fyrir því að ég dett niður á kellogs special K bari er sú að ef ég er að flýta mér, eins og þegar ég er að kaupa mér að borða í vinnunni, þá bara hef ég ekki tíma til þess að kaupa mér heilan, eða hálfan blómkálshaus, brokkolí, gulrætur, epli, appelsínu, jarðaber og fleira gotterí og gjöra svo vel að skera það niður!!! Ef ég kaupi mér ávaxtasalat í Hagkaup þá er það undantekningalaust rotið og illa lyktandi af elli. Ég kaupi mér venjulega bara tilbúnar samlokur, sem kosta marga peninga en standa sjaldnast undir verðleikum...

Staðreyndir lífsins

Matur er góður...... Margur getur verið sammála mér í því, enda einstaklega sönn staðreynd hér á ferð. Góður matur er enn betri!!! Sem er jafnvel enn sannara, og fáir sem geta mótmælt mér í þeim málefnum. Betri matur er bestur? Hvað verður þá um besta matinn? Verður hann þá langbestur? Og hvað verður þá um langbesta matinn? Lang-langbestur??? Fer þetta kannski í hring þannig að besti maturinn verður aftur bara góður? I need some answers here, people.....

Thursday, March 09, 2006

Vá! stúpido

Ég tók þátt í forkeppni ljóða-upplestrar kepninnar í frönsku áðan og gekk svona allt í lagi, þrátt fyrir mikinn skjálfta. Við nefnilega þurftum að lesa upp fyrir framan alla sem tóku þátt. Ég ruglaðist á fullt af orðum og varð mér oft "fótaskortur á tungunni". Þó datt ég ekki niður og grenjaði af áfalli, sem er góð frammistaða að mínu mati... Ég var sú þriðja af öllum tíu nemendum MR til þess að lesa upp ljóðið sem ég valdi, Regrets eftir Leopold e-ð... Nokkrum góðum sem og frábærum upplesurum síðar kom strákur og las hann upp ljóðið sem hann valdi. Beint á eftir honum kom anar strákur. Þessi strákur var e-ð grunsamlegur í útliti, hvað var það við hann sem stuðaði mig svona? Svo fattaði ég það. Hann leit alveg út eins og strákurinn sem var að lesa á undan! Var þetta sami strákurinn??? svo ég sneri mér ofursnöggt við og fór næstum þvíúr hálslið... Sá ég ekki annan strák þarna fyrir aftan mig sem var alveg eins og strákurinn sem var að lesa upp ljóðið.... Þá rann upp fyrir mér að þeir hlytu að vera tvíburar.... Allir litu á mig og fóru að hlægja.... hvað var eiginlega að? Hvað er að þessari? Fattaði hún ekki að þetta voru tvíburar? Ég náttla fór að hlægja líka þegar e´g fattaði hversu heimskulegt þetta hlyti að líta út.... Ég auðvitað eyðilagði upplesturinn hjá hinum tvíburanum...

Wednesday, March 08, 2006

Flottustu lög í heimi

Rólegt
Lady D´Arbanville með Cat Stevens
Island in the Sun með Weezer
She´s always a woman to me með Billy Joel
Piano man með Billy Joel
Oh very young með Cat Stevens
The boy who giggled so sweet með Emiliönu Torrini
Sunny Road með Emiliönu Torrini
Don´t look back in anger með Oasis
Some might say með Oasis
Wonderwall með Oasis
Ég vil fá mér kærustu með Hjálmum
Flest með Coldplay, sérstaklega af Parachutes og X&Y
Eiginlega allur Hopes and Fears diskurinn með Keane
Imagine með John Lennon
Here comes The sun með The Beatles
Honeymoon Child með Emiliönu Torrini

Feel good tónlist
Happy talk með Ellu Fitzgerald
El Cuarto de Tula með Buena Vista Social blub
De Caminu a la Vereda með Buena Vista Social Club
De-lovely með Dinah Shore
Coffie Song með Frank Sinatra
My baby just cares for me Nina Simone
Chan Chan með Buena Vista Social Club
Langflest lögin úr Amèlie Poulin

Rokk
Rollover DJ með Jet
Middle of Nowhere með Hot hot heat
Boys don´t cry með The Cure
Girls and Boys með Blur

Rólegt rokk
Poor Misguided Fool með Starsailor
The man who sold the world, nokkrir sem hafa tekið þetta...
Soul meets body með Death Cab for Cutie
Karma Police með Radiohead

Annað
It´s all so quiet með Björk
Whiskey in The jar
I Feel good með James Brown
Virtual Insanity með Jamiroquai
Space Cowboy með Jamiroquai
People are Strange með The Doors
Love Foolsophy(love fool) með Jamiroquai
Feel Good Inc með Gorillaz


Uppfæri seinna...

hvað er að gerast?


Bara athuga hvort ég geti lagað þetta asnalega ástand á blogginu mínu...

Monday, March 06, 2006

Gat ekki kommentað á bloggið hans Ármanns....

Mig langar að vitna aðeins í hann Ármann. Á bloggsíðu sinni spyr hann:"Þarf allt að heita Da Vinci? kaffi, lykill og sængurver". Þetta með kaffið, þá leyfi ég mér að giska á að hann eigi við Kaffi Da Vinci sem fæst á kaffitári. Ef svo er, þá er það reyndar þannig að kaffið er nefnt eftir sýrópinu sem þeir nota í kaffið en þetta sýróp er einmitt nefnt Da Vinci, eftir gamla meistaranum. Þetta er sem sagt Kaffi latte (café au lait. eða Kaffi Óli...) og Da Vinci sýróp blandað saman. Hef hins vegar aldrei heyrt um Da Vinci sængurver! Já! Ég veit nú margt, þó kannski að oft komi asnalega heimskulegar setningar upp úr mér... Eins og í dag í eðlisfræði...: "Ég held sko að það sé kílómeter á milli rafmagnsstaura" en var reyndar að hugsa um 100 metra, ég vissi það alveg, ég var í björgunasveitinni í næstum tvö ár og man sérstaklega eftir að einhver úr hópnum kom með þessa staðreynd þegar við vorum að læra á mismundandi landakort með svona hæðadóti og apparati....

Sunday, March 05, 2006

Ritgerðasmíð...

Ég er búin að vera að farast alla helgina yfir þeirri staðreynd að ég á að skila bókagagnrýnisritgerð í frönsku á morgun. Ég er búin að gera ritgerðina þrátt fyrir að ég á enn eftir að lesa síðustu 12 blaðsíðurnar í bókinni, Les Misérables.... Já, þegar bókin er algerlega óskiljanleg koma Sparknotes, Altavista-Babelfish og Wikipedia þægilega til hjálpar.... Ég sem sagt þýddi gróflega söguþráðinn frá Sparknotes og umsögnina um Victor Hugo á Wikipedia með hjálpar Babelfish og Franskrar-íslenskrar, íslenskrar-franskrar orðabókar og kom síðan með fáeinar setningar sem áttu víst að lýsa áliti mínu á bókinni og persónunum. Svo setti ég bara myndir og línubil og soldið stórar spássíur til þess að fylla upp í nokkurn veginn tvær blaðsíður..... Galdurinn með Bablefish er sá að það er best að klippa niður allar setningarnar og hafa þær sem langeinfaldastar, eða það vona ég allavega....