Thursday, March 09, 2006

Vá! stúpido

Ég tók þátt í forkeppni ljóða-upplestrar kepninnar í frönsku áðan og gekk svona allt í lagi, þrátt fyrir mikinn skjálfta. Við nefnilega þurftum að lesa upp fyrir framan alla sem tóku þátt. Ég ruglaðist á fullt af orðum og varð mér oft "fótaskortur á tungunni". Þó datt ég ekki niður og grenjaði af áfalli, sem er góð frammistaða að mínu mati... Ég var sú þriðja af öllum tíu nemendum MR til þess að lesa upp ljóðið sem ég valdi, Regrets eftir Leopold e-ð... Nokkrum góðum sem og frábærum upplesurum síðar kom strákur og las hann upp ljóðið sem hann valdi. Beint á eftir honum kom anar strákur. Þessi strákur var e-ð grunsamlegur í útliti, hvað var það við hann sem stuðaði mig svona? Svo fattaði ég það. Hann leit alveg út eins og strákurinn sem var að lesa á undan! Var þetta sami strákurinn??? svo ég sneri mér ofursnöggt við og fór næstum þvíúr hálslið... Sá ég ekki annan strák þarna fyrir aftan mig sem var alveg eins og strákurinn sem var að lesa upp ljóðið.... Þá rann upp fyrir mér að þeir hlytu að vera tvíburar.... Allir litu á mig og fóru að hlægja.... hvað var eiginlega að? Hvað er að þessari? Fattaði hún ekki að þetta voru tvíburar? Ég náttla fór að hlægja líka þegar e´g fattaði hversu heimskulegt þetta hlyti að líta út.... Ég auðvitað eyðilagði upplesturinn hjá hinum tvíburanum...

5 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hahaha
get ímyndað mér hversu neyðarlegt þetta var..

5:33 PM  
Anonymous Anonymous segir:

komment í kommm

5:48 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Vegna tækniörðugleika bað Jóhanna mig um að benda ykkur á að vinsamlegast fara á www.blog.central.is/maskina til þess að lesa afganginn.... Takk fyrir mig...

(jóa þú ert næstbest á eftir mér, múhahahaha)

5:52 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Hér sjáið þið endann á blogginu...

7:56 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hahahahahahaha ég hefði viljað sjá þetta....get samt alveg ímyndað mér aðstæðurnar nokkuð vel...hvaða aðrir tvíburar eru í MR?

8:20 PM  

Post a Comment

<< Home