Alltaf eitthvað að gerast í vinnunni...
Ég var að vinna í dag... Í Hagkaup koma óteljandi frægir Íslendingar og er það oft frekar kúl ef þeir yrða á mann, án þess þó að maður sé eitthvað að láta þetta fólk halda að maður sé að missa sig eitthvað.... Þótti mér heldur svalt þegar Björk kom eitt sinn á kassann hjá mér og spurði hvar hún gæti fengið að hringja.
Í dag kom enn ein þjóðþekkt persóna í Hagkaup. Þessi skeggjaði maður, íklæddur ljótum gallabuxum og bar derhúfu á höfði, gekk í áttina að kassanum mínum og nam staðar fyrir framan mig. Ég var smá tíma að átta mig á hver þetta væri en svo fattaði ég það... Þetta var enginn annar en Bobby Fisher.... Hann spurði mig hvar pósthúsið væri...:"Where´s the Post office" með mjög Bandarískum hreim, og ég svaraði: "it´s right there" (lesist með ógeðslega bandarískum hreim). Svo fór hann. Frekar fyndið.
Svo gerðist það að þegar ég stóð í rólegheitunum að draga fram vörurnar í Hagkaup, þ.e. að láta líta út fyrir að það sé meira í hillunum en það í rauninni er, þegar ég heyrði skyndilega svona Krasssssss..... Ég leit við og þá höfðu tvær sultukrukkur dottið og smassssast í gólfið og þetta var sko EKKI mér að kenna. Þarna á gólfinu var stór klessa af Bláberjasultu, Marmelaði og glerbrotum. Ojbarasta.... Já það var leiðinleg og óvelkomin tilbreyting að þrífa upp sultuglerklessuna af gólfinu.
Ef þið eigið einhverntíma leið framhjá sultunum í Hagkaup, endilega skoðið gólfið þar, því það er hreinasti gólfbletturinn í húsinu, enda pússaði ég hann sérstaklega svo kúnnarnir myndu ekki klístrast fastir við gólfið ef ske kynni að þeir myndu ganga þar framhjá.
Ég læt þá bara gott heita í dag, held ég.... Hittumst heil, og Eva, ég sakna þín... hehe
Í dag kom enn ein þjóðþekkt persóna í Hagkaup. Þessi skeggjaði maður, íklæddur ljótum gallabuxum og bar derhúfu á höfði, gekk í áttina að kassanum mínum og nam staðar fyrir framan mig. Ég var smá tíma að átta mig á hver þetta væri en svo fattaði ég það... Þetta var enginn annar en Bobby Fisher.... Hann spurði mig hvar pósthúsið væri...:"Where´s the Post office" með mjög Bandarískum hreim, og ég svaraði: "it´s right there" (lesist með ógeðslega bandarískum hreim). Svo fór hann. Frekar fyndið.
Svo gerðist það að þegar ég stóð í rólegheitunum að draga fram vörurnar í Hagkaup, þ.e. að láta líta út fyrir að það sé meira í hillunum en það í rauninni er, þegar ég heyrði skyndilega svona Krasssssss..... Ég leit við og þá höfðu tvær sultukrukkur dottið og smassssast í gólfið og þetta var sko EKKI mér að kenna. Þarna á gólfinu var stór klessa af Bláberjasultu, Marmelaði og glerbrotum. Ojbarasta.... Já það var leiðinleg og óvelkomin tilbreyting að þrífa upp sultuglerklessuna af gólfinu.
Ef þið eigið einhverntíma leið framhjá sultunum í Hagkaup, endilega skoðið gólfið þar, því það er hreinasti gólfbletturinn í húsinu, enda pússaði ég hann sérstaklega svo kúnnarnir myndu ekki klístrast fastir við gólfið ef ske kynni að þeir myndu ganga þar framhjá.
Ég læt þá bara gott heita í dag, held ég.... Hittumst heil, og Eva, ég sakna þín... hehe
4 Comments:
Mig langaði bara að segja ykkur að það er alver ofboðslega auðvelt að skemmta mér... í dag kom maður á kassann til mín og hann þurfti að borga 3333 krónur.... Það fannst mér óstjórnlega sniðugt....
hahaha pældi í því hvað það hefði verið gaman ef hann hefði keypt eitthvað fyrir 6666 krónur eða er djöflatalan kannski með níu??
hehe þetta með krukkurnar...var þetta svona ég var að raða krukkum ..krassss eða hvað.... hehe það lítur allavega út fyrir að vera mjög gaman í vinnunni.., ég sá Jónsa í svörtum fötum um daginn...
Það kom einu sinni kall sem keypti fyrir e-n pening og ég þurfti að gefa honum 666 krónur til baka..... Mér fannst það mjög sniðugt...
aww hehehe
Post a Comment
<< Home