Tuesday, February 21, 2006

Yesterday

Gærdagurinn byrjaði á heldur óþægilegu tilviki. Fyrsti tími: stærðfræði. Eyjólfur gengur inn og horfir óvenjulega mikið á gólfið, gerir eins og vanalega, ráfar prófessorslega fram og aftur á milli dyranna og kennaraborðsins, eins og hann hafi gleymt einhverju. Svo hringir bjallan og Eyjólfur snýr sér að bekknum, horfir fram og við fáum að sjá ástæðuna fyrir hinum skyndilega áhuga hans á gólfinu. Á enninu er sár og hann er með sprungna vör. Svo skartar hann þriðja sárinu á nösinni! Ég, Tommi og Anna Katrín horfum hvort á annað, í augum okkar blikar óstjórnleg löngun til að stríða þessum vesæla manni og spyrja glottandi hvað hefði gerst. Við höldum þó aftur af okkur í nánast óbærilegar fjörutíu mínútur. Við misstum þó aldrei einbeitinguna.....! Við sem og fjölmargir aðrir bekkjarfélagar iðum í skinninu af forvitni og bíðum örvæntingafull eftir því að hann nefni fyrst óhapp vorfrísins en ekkert bregður af stærðfræðikennslunni. Eftir að bjallan hringir út spyr Tommi varkárnislega hvort hann hafi dottið á skíðum eða e-ð... Eyjólfur svarar og segist hafa dottið á bílastæði! Mig dauðlangaði að spyrja: "dastu eða "dastu"?". Vegna þess að venjulega koma ekki áverkar af þessu tagi við það að detta, heldur frekar þegar hnefi, eða jafnvel stólfótur er í spilinu.

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

haha úbs, grey karlinn.

4:18 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hahaha ég sé þetta fyrir mér...hann vandræðalegur...þið glottandi og forvitin...var hann ekki skráður veikur sama dag??? Ég er líka forvitin...

9:47 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Nei hann var veikur daginn eftir... þ.e. í gær

3:40 PM  

Post a Comment

<< Home