Friday, February 10, 2006

Spjall.

Hér sit ég, fyrir framan tölvuskjáinn, að hlusta á skemmtilega tónlist og skrifa niður hvað ég er að gera.... Ég er íklædd þægilegu, ofstóru buxunum mínum og líður mér séstaklega vel þar sem engin skóli er á morgun.... Ég get vakað lengi, þ.e. ef ég sofna ekki snemma.... En helgin er samt frekar útúrspegúleruð... Ég þyrfti að gera e-ð í fyrirlestrinum í íslensku, helst lesa aftur Death of a Salesman, læra undir líffræðipróf og finna mér föt fyrir árshátíðina, en síðastnefnda hlutinn hef ég sett í fyrsta sæti yfir þarfa hluti, enda er hann skemmtilegastur... Hitt má svosum mæta rest.... Ég var ég Lífrænu efnafræðiprófi í dag og mér gekk frábærlega illa.... Ég hreinlega gaf frá mér 22% af prófinu vegna þess að ég vissi ekki hvernig e-ð fjandans efnasamband hvarfaðist við H2SO4.... Og önnur 10% af því að ég viss ekki hvernig e-r önnur efni hvörfuðust við fleiri efni.... Mjög svekkjandi... Ekki það að ég hafi verið e-ð dugleg að læra í gær... En það sem gaf mér byr í báða vængi var útkoman úr eðlisfræðiprófinu, en sú einkunn var velkomin og hljóðaði upp á 8.7, bara nokkuð stolt af mér, þar sem ég lærði nákvæmlega ekkert fyrir það... hehe... Sem sýnir bara að Úrsúla er miklu betri en þetta skoffín sem við höfðum fyrir kennara fyrir jól... Margir í bekknum eru óánægðir með Skarpa sem lífrænn efnafræðikennari.. Mér finnst kallinn fínn, en það segir kannski meira um mig frekar en kennsluhæfileika hans... Til dæmis þá fannst mér Auðunn STÆ. fínn í fjórða bekk, en margir voru mjög ósammála mér þar einnig. Ég er bara svo fljót að venjast vondum kennurum eftir að ég var með Auðunn í þriðja bekk, það var nefnilega svo mikið sjokk fyrir mig þá, komandi beint úr grunnskóla þar sem hlutirnir beinlínis eru tuggðir og mataðir ofan í mann eins og perumauk.... En ég held samt að hinn lífræni efnafræði kennarinn sé betri, eða það er allavega afsökunin mín ef illa fer í þessu prófi....

1 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hehe ég fékk sömu einkunn og þú!!!! Hlakka líka mjög mikið til að fara í mánudags- og þriðjudagsprófin...!!!

12:34 AM  

Post a Comment

<< Home