Thursday, February 09, 2006

Háramál....

Ég er að fara í strípur eftir nokkar mínútur..... Ætli nokkur muni taka eftir því.. Ég nefnilega læt alltaf gera það sama við blessað hárið á mér, ljósar og ljósrauðar strípur takk fyrir. Það var meira segja rosalega drastískt fyrir mig að láta klippa á mig topp!!! Ég var lengi að venjast því... Alltaf man ég þegar ég lét klippa hárið á mér stutt, það var rosa flott daginn sem ég lét klippa mig en alla dagana eftir það leit það út fyrir að vera úr sér vaxið og illa hirt, ég einhvernveginn nennti ekki að halda því við, að fara að blása það á morgnana... Frekar vildi ég láta sveipina ráða sér sjálfir, frjálsir og óháðir. Svo óx hárið á endanum og núna er ég nýbúin að láta klippa 4 cm af hárinu mínu og finnst það stutt...(það nær niður á bak)... En núna verð ég að fara í strípur, ég sé bara til á morgun hvort einhver taki eftir hárinu mínu... hehe...

5 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hahahahaa ég las fyrst ,,Hávamál" í staðinn fyrir ,,Háramál" auðvitað!
.. var ég kannski að fatta brandara? hehe

9:34 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hehe, ég skal taka eftir því á morgun...;)

10:13 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hehehehehe.... Ég tek þig á orðinu.... Já Eva þú ert svo rosalega dugleg, þú fattaðir brandarann....

12:12 AM  
Anonymous Anonymous segir:

já! sko mig! hahaha

3:30 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hehe hver fattaði ekki brandarann hahaha

12:28 AM  

Post a Comment

<< Home