Smá spekúlareisjón...
Ég er búin að vera pæla í svolitlu í einvern tíma og langar mig til þess að lesendur skýri þetta mál fyrir mér. Það er nefnilega þannig að þegar maður segir að e-ð sé súrt, þ.e. eitthvað er alveg fáránlega absúrd og undarlegt, er þá verið að meina súrt eins og með sýrur og basar eða er þetta einfaldlega stytting á súrrealískt? Allavega, þetta er ekkki eina ástæðan fyrir plásseyðingu á blogginu mínu, ég á bara ennþá eftir að ákveða hvað mig langar að skrifa.... Vá, lífi mínu hefur gjörsamlega verið umbylt síðan ég fékk Dúdann(mp3 spilarann).... Allar þessu löngu stundir, sitjandi ein í strætó, á leið heim úr skólanum, hafa styst svo um munar. Ekki það að strætó sé orðinn e-ð fljótari í förum eða neitt svoleiðis, heldur finnst mér tíminn einfaldlega fljótari að líða þegar ég hlusta á fallegan söng með yndislegu nótnaundirspili.... Auk þess er ég orðin miklu auðveldari í umgengni en áður, eða það finnst mér allavega... Það er eitthvað svo þægilegt að hafa svona "theme-song" þegar maður er að gera e-ð, hvað sem er.... Það væri æðislegt að fá að hafa tónlist í eyrunum í einstaka tímum, eins og eðlisfræði þegar maður er að gera dæmin sjálfur.... Og kannski líka ensku... Þá þyrfti maður ekki að hlusta á fólk eins og mig nauðga tungumáli Shakespares... Þá held ég að það sé bara komið...
4 Comments:
hahahah já þessi tækni gerir manni lífið aldeilis auðveldara... :)
já og súrt er örugglega stytting á súrrealískt..
hehe datt það svona í hug... hehe gott að sjá að fleiri séu sammála mér í þessu
hehe passaðu samt að hlusta ekki of hátt!!!!
Ég er með eina kenningu um súrt! Kannski er þetta tökuorð úr dönsku... pigerne er sure....!!!!??!!!
þá meina ég sure=fúlar ;)
Post a Comment
<< Home