Friday, February 10, 2006

Margur verður af þreytu api....

Ég var að vinna í dag og á kassann til mín kom par, sem greinilega þekkti mig og sagði´:"hæ Jóhanna þekkiru okkur ekki?"... Ég hugsaði mig um og, jú, ég kannaðist eitthvað við andlitin, mundi eftir þeim á ættarmóti... Hjón um fimmtugt... Ég sagðist kannast við þau og spurði svo manninn: "ert þú ekki bróðir hans afa?".... Það kom svolítið skrítinn svipur á manninn, þá fattaði ég hve vitlaus ég hafði verið... Sko afi er ÁTTRÆÐUR og því ekkert skrítið að hann hafi gefið mér þennan skrítna svip... Maðurinn sagði að afi minn væri sko föðurbróðir pabba hans... Þessi fimmtugi maður var sem sagt af sömu kynslóð og ég, eða svo skildist mér.... Svo báðu þau að heilsa mömmu og pabba og sagðist skila því... Ég vona að ég hafi ekki sært einhverja aldurskomplexa..... Oh ég er svo gleymin, ég ætlaði að skrifa eitthvað fleira merkilegt en man bara ekki hvað það var....

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hahahahaha
úbbs...

11:53 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hahahaha greyið fer heim að telja gráu hárin...

12:30 AM  
Anonymous Anonymous segir:

Jáh... hehehehe....

1:48 PM  

Post a Comment

<< Home