Yearfest....
Ég er orðin rosalega spennt fyrir árshátíðinni... Ég er búin að kaupa mér kjól og allt, hlakka svo til... Þetta er ekki svona hefðbundinn árshátíðarkjóll heldur svolítið sumarlegur og kjútí. Svo er morgunpartý á morgun og einhver hátíðardagskrá en ég er að spá í að beila á henni, langar að gera mig fína og fara í bað og svoleiðis... Svo verður farið í mat til Hildar og etinn kjúkli og salat og beint eftir það verður strunsað í fyrirpartý hjá Ingu þar sem ákveðnir einstaklingar hella í sig kákómalti.... Þegar því er lokið fara allir á ballið og skemmta sér konunglega á stóru og rúmgóðu dansgólfi, að dansa í takt við tónlist fortíðar, Det Betales.... Besta bítlacoverband í heimi. Skórnir fá þá að fjúka og stríðsdansinn verður tekinn í kringum þá. Þetta verður yndislegt kvöld og ég ætla að sjá til þess. Ég ÆTLA að skemmta mér vel!!! Svo er hægt að sofa fram á miðjan dag þangað til að maður skal drífa sig í vinnuna að afgreiða vanþakkláta uppskrúfninga... Uglan: "Jæja. Þá er að fara að drífa sig í vinnnuna". Ólafía: "Ertu að fara í Ræsið?". Uglan: "Ekki láta mig heyra þetta orð, það nefnist háskóli". Mamma: "Jájá vinurinn, drífðu þig bara út í blautið". Þetta er atriði úr Fuglastríðinu.
2 Comments:
hehe fuglastríðið er klassamynd ;) talandi um stríðsdans þá á ég örugglega eftir að líta út eins og stríðsmaður....kann ekki að gera hárið fínt!!!!
Reyndar sagði uglan ekki "ekki láta mig heyra þetta orð" heldur "Ég vil ekki heyra þetta orð.."... Minnið er að gefa sig...
Post a Comment
<< Home