Sunday, February 19, 2006

Sunnudagurinn

Ég var bara massa dugleg í dag. Ég gekk marga marga kílómetra frá Ægissíðuni að Nauthólmsvíkinni með mömmu, pabba, Svönsu, Halla og Rakel. Svo löbbuðum við til baka og keyrðum upp í Þjóðminjasafn að fá okkur kaffi.... Þetta var svona ekta sunnudagur, við meira að segja buðum ömmu í lambalæri, gular baunir, rauðkál og brúnaðar kartöflur... Ég held ég sé bara í fínum málum í sambandi við heimadæmin í efnafræði, þ.e.a.s. fyrstu tvö dæmin, hitt er ég ekki að fatta, Helga segist skilja hvað átt er við en ég veit ekki!!!
Ég er mjög sátt við úrslitin í forkeppni Eurovision en pabbi ætlar sko ekki einu sinni að horfa á Eurovision..... Ég stríði honum bara! Sjáumst á morgun, glöð og hress í skólanum...

1 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

vá hvað þú varst dugleg!

5:24 PM  

Post a Comment

<< Home