Stærðfræðilegur kvíði
Heldur þykir mér skítt að þurfa að fara í stærðfræðipróf á morgun í ljósi þess sem ég er nýbúin að vera í frönskuprófi og að halda fyrirlestur í dag. Fyrirlesturinn gekk bara nokkuð vel, ef satt skal segja og frönskuprófið bara þokkalega, að ég held. Ég sit nú og grúfi yfir bókunum, hálfsofandi, og reyni að skilja hvað svörtu klessurnar í hvítum blaðsíðunum eiga að tákna, en allt kemur fyrir ekki. Ég bara fæ engan botn í þessu kjaftæði. Ég held að ég ætti bara að reyna að læra utanaðbókarlærdóminn og vona þá að ég muni skilja e-ð meira í þessum dæmum síðar, þegar spurningaflóðið mitt flæðir yfir Eyjólf á mánudaginn. Þá vonandi mun ég ná til botns í djúpu lauginni, að minnsta kosti ef ég stend á tám. Það er ekki svo margt að frétta af mér nema það að hún Eva "Naría" mun yfirgefa okkur "Hörðu" á föstudaginn og halda til Glasgow í Skotlands, með foreldrum sínum og kemur ekki heim fyrr en á sunnudaginn. Einnig er það að frétta að Helga systir mín er orðinn Bachelor(ette) of Science í Lífefnafræði og útskrifast úr Háskólanum á Laugardaginn. Á laugardagskvöldið munum við fjölskyldan og aðrir nákomnir snæða 6 rétta máltíð í Perlunni á Food and Fun hátíðinni. Þar mun þýskur kokkur elda fyrir okkur dýrindis veitingar og við munum smakka margt nýtt. Ég hlakka sérstaklega til að fá Lystaukann sem við fáum fyrir matinn, vegna þess að ég hef enga hugmynd um hvað það er, svo hlakka ég einnig til að fá hvítu tómatsúpuna með fyllta smokkfiskinum. Ég smakkaði einmitt grillaðan smokkfisk úti í Króatíu og bragðaðist hann bara vel. Samt vandist ég honum ekki alveg vegna seigju kjötsins og hugsaði þá alltaf í hvert sinn er ég tuggði að þetta var smokkfiskur sem ég væri að borða og gat því ekki klárað matinn minn. Vonandi að það breytist og ég geti notið réttarins vel.
5 Comments:
jaaa þetta hljómar örugglega mjög vel en ég væri samt miklu meira til í piparsteik.... mmm eða hamborgara...awww ég er svöng...
Já ég veit Harpa.
uu ég er að fara með mömmu og mágkonum mínum en ekki pabba..
og það er víst Edinborg sem er höfuðborg Skotlands!
(jaa ég veit ég sagði um daginn að það væri Glasgow sem væri höfuðborgin (sorrý)!)
sjáumst á mánudag og góða skemmtun á laugardaginn ;) !!
hahahahah við erum allar vitlausar stúlkukindur.... Er ekki asnalegt ef ég breyti þessu ekki?
jú... :P
Post a Comment
<< Home