Sunday, March 05, 2006

Ritgerðasmíð...

Ég er búin að vera að farast alla helgina yfir þeirri staðreynd að ég á að skila bókagagnrýnisritgerð í frönsku á morgun. Ég er búin að gera ritgerðina þrátt fyrir að ég á enn eftir að lesa síðustu 12 blaðsíðurnar í bókinni, Les Misérables.... Já, þegar bókin er algerlega óskiljanleg koma Sparknotes, Altavista-Babelfish og Wikipedia þægilega til hjálpar.... Ég sem sagt þýddi gróflega söguþráðinn frá Sparknotes og umsögnina um Victor Hugo á Wikipedia með hjálpar Babelfish og Franskrar-íslenskrar, íslenskrar-franskrar orðabókar og kom síðan með fáeinar setningar sem áttu víst að lýsa áliti mínu á bókinni og persónunum. Svo setti ég bara myndir og línubil og soldið stórar spássíur til þess að fylla upp í nokkurn veginn tvær blaðsíður..... Galdurinn með Bablefish er sá að það er best að klippa niður allar setningarnar og hafa þær sem langeinfaldastar, eða það vona ég allavega....

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Það er á svona stundum sem maður lærir að maður er kannski ekkert svo góður í frönsku... Ég sko sá myndina þegar ég var yngri, en þrátt fyrir það skildi ég EKKERT það sem ég var að lesa..... Þetta var smá svona ego sjokker.... Ekkert voðalega ánægjuleg uppgötvun að maður sé lélegur í faginu sem maður er búinn að eyða þremur árum í og mun ekki læra ánæsta ári nema ef ég myndi taka það sem aukafag...

8:20 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Ég var í stræto áðan á leiðinni heim og settist í svona sæti með öðru sæti við hliðina. Setti svo stóru þungu íþróttatöskuna í innra sætið, við gluggann. Svo keyrði strætó af stað og þegar ég var hálfnuð heim þá allt í einu kom buna af vatni í gegnum þakið á strætó og lenti beint á íþróttatöskunni minni, ekki voða smart.. hehe....

2:32 PM  
Anonymous Anonymous segir:

heppin að þú sast ekki við gluggann hehe ;) Það hefði verið vandræðalegt.... hohoho

4:25 PM  

Post a Comment

<< Home