Monday, March 06, 2006

Gat ekki kommentað á bloggið hans Ármanns....

Mig langar að vitna aðeins í hann Ármann. Á bloggsíðu sinni spyr hann:"Þarf allt að heita Da Vinci? kaffi, lykill og sængurver". Þetta með kaffið, þá leyfi ég mér að giska á að hann eigi við Kaffi Da Vinci sem fæst á kaffitári. Ef svo er, þá er það reyndar þannig að kaffið er nefnt eftir sýrópinu sem þeir nota í kaffið en þetta sýróp er einmitt nefnt Da Vinci, eftir gamla meistaranum. Þetta er sem sagt Kaffi latte (café au lait. eða Kaffi Óli...) og Da Vinci sýróp blandað saman. Hef hins vegar aldrei heyrt um Da Vinci sængurver! Já! Ég veit nú margt, þó kannski að oft komi asnalega heimskulegar setningar upp úr mér... Eins og í dag í eðlisfræði...: "Ég held sko að það sé kílómeter á milli rafmagnsstaura" en var reyndar að hugsa um 100 metra, ég vissi það alveg, ég var í björgunasveitinni í næstum tvö ár og man sérstaklega eftir að einhver úr hópnum kom með þessa staðreynd þegar við vorum að læra á mismundandi landakort með svona hæðadóti og apparati....

6 Comments:

Blogger Jóhanna María segir:

"You got nasty blisters
Du bist sehr schön"
Í hvaða lagi kemur þessi setning fram??? Ef þið vitið það látið vita hér og sendið mér svarið á mr veffangið!!!
jeinarsdottir@mr.is

2:55 PM  
Anonymous Anonymous segir:

mmm síróp...

en ég hef ekki hugmynd um úr hvaða lagi þessi setning er.. viltu gefa fleiri vísbendingar?
Annars fyndin setning... hah

5:24 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hahaha fallegur texti!!!

Björgunarsveitin kemur alltaf að góðum notum.

Hmmm er þetta kannski Rammstein???

4:24 PM  
Blogger Jóhanna María segir:

Giskið betur....

4:33 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Kraftwerk ?!?

10:26 PM  
Anonymous Anonymous segir:

neibb...... Þetta er bresk hljómsveit.... held alveg örugglega...

7:46 PM  

Post a Comment

<< Home