Wednesday, March 22, 2006

Skautaferð...

Ég rifjaði upp æskuminningar og skellti mér á skauta með stúlkunum. Agljóst var að það hefði verið langt síðan ég fór síðast á skauta, venga þess hversu hrikalega ryðguð ég var, kýs þó heldur að kenna illa slípuðum skautum um. Ég nefnilega ákvað að spara mér þrjúhundruðkall og blöðruskreytta fætur og tók með mér skauta að heiman, aðeins of stórir en ekkert sem ullarsokkar gátu ekki lagað. Fyrir vikið runnu skautarnir heldur frjálslega þvert á móti leiðinni sem ég var að fara svo ég þurfti að beygla ökklana út á við svo ég rynni ekki frekar í splitt á miðju svellinu.
Það eina sem pirraði mig við aðra skautara voru þessir rosa kláru sem skautuðu hring eftir hring og beygðu inn á milli amatura eins og okkur, sem gerði mann skelkaðan enda heldur óþægilegt að sjá fólk þjóta þétt framhjá sér á meðan maður heldur vart jafnvægi á 0,2km/klst. Þrátt fyrir mikla vöntun kunnáttu lögðum við ekki í það, nema einn hring, að nota hjálparskautatækið, enda afburðahallærislegt apparat atarna! Heldur myndum við detta á rassinn...Reyndar gerði ein okkar það, nefni engin nöfn.. Svo tók maður eftir einstaka myndarlegum náungum....
Heyrðu eitt annað sem pirraði mig óstjórnlega: Tónlistin... Eitt og eitt gott lag en þess á milli viðbjóslegur sori sem engum er bjóðandi þótt stærsti aldurshópurinn væri 10 ára stelpur sem hvort eð er hafa ekki tónlistasmekk yfirleitt.

6 Comments:

Blogger Lati Strumpur segir:

hahaha já sniðugt að kenna ,,illa slípuðum skautum um", held að það sé málið sko. Við erum ekkert lélegar að skauta..pff...
Hahaha já tónlistin og afmælissöngurinn.. eða söngvarnir öllu heldur, voru hræðilegir..

9:57 PM  
Blogger Jóhanna María segir:

aha... Þetta kallast sko óafturkræft hvarf, þegar litlir, falskir, öskrandi krakkar syngja í mækrófón og brenna sig inn í heilann á manni....

6:25 PM  
Anonymous Anonymous segir:

og ekki gleyma afmælissöngnum....!!!
Annars held ég að þetta hafi bara verið svona upprifjunarferð...næst þegar við förum þá verðum við meira svona "prefessional"...
Hehe hvaða myndarlegu náunga sást þú....kannski þessi 10 ára sem þú skautaðir næstum því á...hohoho æ þetta var ágæt ferð..borguðum lítið.

12:42 AM  
Anonymous Anonymous segir:

prefessional=professional

12:43 AM  
Anonymous Anonymous segir:

nei, það voru þrír þarna, útlenskumælandi sem horfu soldið á okkur, veit ekki hvort það hafi verið af aðdáun eða undrun..... hehehe ...

6:49 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hehe ég sá þá líka....reyndi að skauta fallega fram hjá þeim

4:49 PM  

Post a Comment

<< Home