Sunday, March 12, 2006

Blogg dagsins...

Íslendingar elska allt sem kallast létt, Diet, light, non fat og þar fram eftir götunum...... Ekki er til sá nútímaíslendingur sem ekki getur tjáð skoðanir sínar um létt afurðir, svo sem jógúrt, mjólk, gosdrykki, ost o.fl. Hvað sem þú munt nokkurn tíma kaupa, þá mun alltaf vera til önnur gerð af þessu, nema bara léttari, hvort sem þetta er kex, mjólkurvara, jafnvel sælgæti. Núna er hægt að kaupa sykurlaust sælgæti, þó upprunalega var það búið til handa þeim sem eru sykursjúkir, en feitir íslendingar sem eru sjúkirí sykur kaupa þetta sem megrunarfæði.... "Nei, ég ætla ekki að kaupa jógúrt, það er svo fitandi, ég kaupi bara sykurlausa gúmmíbangsa, ég er í megrun". "Ég borða alltaf svona sykur-, kolvetnis-, prótín-, allslausan súkkulaðibar úr gerfiefnum, vegna þess að ég er í megrun...." "Guð hjálpi mér ef nokkur náttúruleg næringarefni komist í sýstemið mitt!!!" Er fólk alveg gengið af göflunum? Hvers vegna að eyða morðfjár í rándýra gerfiefnanammibari sem bragðast eins og kúkur í stað þess að eyða, ja, aðeins minna, í grænmeti, sem er hundrað prósent hollt og megrunarvænt? Auk þess er grænmetið líka betra á bragðið! Ég myndi hiklaust kaupa meira af grænmeti og ávöxtum ef það væri auðveldara að kaupa það.... Ástæðan fyrir því að ég dett niður á kellogs special K bari er sú að ef ég er að flýta mér, eins og þegar ég er að kaupa mér að borða í vinnunni, þá bara hef ég ekki tíma til þess að kaupa mér heilan, eða hálfan blómkálshaus, brokkolí, gulrætur, epli, appelsínu, jarðaber og fleira gotterí og gjöra svo vel að skera það niður!!! Ef ég kaupi mér ávaxtasalat í Hagkaup þá er það undantekningalaust rotið og illa lyktandi af elli. Ég kaupi mér venjulega bara tilbúnar samlokur, sem kosta marga peninga en standa sjaldnast undir verðleikum...

8 Comments:

Blogger Jóhanna María segir:

Afgangurinn af blogginu mínu...

Stundum kaupi ég drykkjarjógúrt en það er svo mikil snilldarvara og finnst mér að mjólkurfyrirtækin ættu að gera fleiri bragðtegundatilraunir....Til dæmis Ananasdrykkjarskyr! Passion-fruit! Perubragð, sko alvöru perubragð, ekki þetta ofurvæmna dót sem Létt drykkjarjógúrt er að plata upp á okkur! Hvað með súkkulaðibragð? Ég veit ekki með það, en hver veit nema prófi? En talandi um Ananasjógúrt!!! Þegar ég var úti í króatíu þá smakkaði ég svo ofboðslega gott jógúrt þar og það var með ananasbragði og var sko ekki væmið heldur hæfilega súrt, svo voru fallegustu og safaríkustu ananasbitar úti í jógúrtinu sem ég hef séð... Ekki svona niðursoðið dót eins og maður finnur í jógúrtinu hérna heima.... Þetta var sko alvöru.... Já svo má líka hugsa aðeins út fyrir kassann og koma með Kirsuberjajógúrt.... sko, með alvöru kirsuberjabragði.... Ég er bara að vona að jógúrt/skyr fyrirtækin hérna á íslandi sjái þetta blogg mitt og taki óskir mínar til greina og prófi sig áfram, svo má alltaf hugleiða að sumum finnst þykkt og kremað jógúrt gott, en öðrum, sem og mér, líkar betur við hálfþunnt jógúrt.... Þegar ég fæ mér jógúrt þá er það ekki af því að mig langar í búðing, heldur af því að mig langar í jógúrt..... GOTT jógúrt... Koma svo, Jógúrthimnaríki....

11:00 PM  
Anonymous Anonymous segir:

já reyndar má karamellujógúrt vera svolítið þykkt ;)
Það þyrfti að vera til svona ávaxtabar þar sem allt er niðurskorið og ferskt og svo týnir maður bara í pakka! Maður kaupir svo oft lélega ávexti í tilbúnum pökkum.

11:48 PM  
Anonymous Anonymous segir:

já eða manneskja sem sker niður ávexti eftir þörfum, svo þeir verði ekki þurrir og gamlir..... Þa'ð vantar eina manneskju sem bara gerir svona lagað og sér um þetta....Svo þetta sé nú einu sinni ferskt...

5:12 PM  
Anonymous Anonymous segir:

mmm..gúmmibangsar..
en allt sem kallast ,,sykurlaust" er vont á bragðið! svo ég er hjartanlega sammála þér

5:56 PM  
Anonymous Anonymous segir:

og ef það er sykurlaust þá eru bara meiri kolvetni í staðinn!!! Þetta er vonlaust!! ;)

7:09 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hehehe akkúrat!

9:57 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Sko, það er margt sem er sykurlaust og jafnframt gott, en marg af þessu er oft jafn, ef ekki meira óhollt en það sem er verið að líkja eftir, svo hver er eiginlega tilgangurin? Friða samviskuna???

2:36 PM  
Anonymous Anonymous segir:

og selja meira!!!

4:42 PM  

Post a Comment

<< Home