Tuesday, March 21, 2006

Undarlegt háttalag strætós

Kominn tími á nýtt blogg enda hef ég ekkert annað við tímann að gera í dag. Það eina sem ég átti að læra heima var að gera efnafræðiskiladæmin og ég kláraði þau að korteri!!! Ég var í stræto að spjalla við hana Önnu þegar strætó þegar hann keyrði alltí einu út í kant og stoppaði þar. Þá hljómaði svona bíb bíb bíb hljóð, frekar lágt en nóg til að pirra mann. Strætóbílsjtórinn hoppaði út úr strætó og fór e-ð að kíkja á dekkin eða e-ð. Svo kom hann aftur inn og keyrði af stað. Við vissum ekkert hvað gerst hefði og litum á hvora aðra, hálfskelkaðar. Náttúrulega það fyrsta sem mér datt í hug:" hann var að athuga með hryðjuverk, hvort það væri nokkuð sprengja undir bílnum".... Sagði þó ekkert, því ef ég þekki sjálfa mig rétt þá á ég það einstaka sinnum til að oftúlka atburðarrásir. Strætó keyrði áfram en þetta pirrandi hljóð hélt áfram. Urðum frekar pirraðar og eftir að ég var búin að keyra nokkurn spöl með strætó ákvað ég að yfirgefa hugmyndina um hryðjuverkkaárás og kveikti á dúdanum eftir að Anna var farin!

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

vó.. eins gott að það var engin boba!

3:56 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hahahahahahahahahahahahha Eva bomba... hehe

3:58 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Sorrý fullt af litlum innsláttarvillum.... nenni ekki að laga þetta, Þetta skilst alveg, er það ekki?

5:47 PM  

Post a Comment

<< Home