Tuesday, March 14, 2006

Fleiri spurningar sem þarfnast svörunar

Hafiði einhverntíma velt fyrir ykkur tilgangi augnabrúna? Hvað gerir þetta eiginlega? Það er auðveldlega hægt að færa rök fyrir hárinu á höfðinu... Jú, það hlýjar því og verndar þetta gums þarna inni og heldur því heitu. En hvað gera augabrúnirnar nákvæmlega? Þær hlýja manni ekki, þær eru allt of litlar til þess. Það er nákvæmlega enginn tilgangur með þeim. Af hverju erum við þá með þær? Þetta eru náttúrulega leifar af þeim feldi sem apinn þurfti ekki lengur þegar hann fann upp eldinn gat búið sér til klæði til einagrunar, og þurfti þ.a.l. ekki feldsins við.Af sömu ástæðu erum við með augnahár en ég held samt að þau gegni einhverju hlutverki engu að síður, hvort sem það er að vernda augun frá sníklum eða e-ð annað, það veit ég ekki. Þó hef ég aldrei heyrt skýringu á tilvist augnabrúna! Því varpa ég fram spurningu og býst við að fá svar frá lesendum en í leiðinni mun ég svara fyrri spurningu minni er ég varpaði fram í öðru bloggi um hvaða lag innihéldi eftirfarandi teztabrot.... Svarið er Girls and Boys með Blur......Það þurfti ekki að leita langt vegna þess að þetta lag er einmitt á listanum yfir flottustu lög í heimi...

5 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

augabrúnir eru til þess að koma í veg fyrir að sviti leki í augun af enninu.
augnhár eru til þess að hindra að hvorki ryk né e-ð annað í loftinu fari í augun.
Niðurstaða: augun eru viðkvæm!
jeee ég er svo klár!

2:34 PM  
Anonymous Anonymous segir:

ég hefði haldið að augabrúnir ættu að vernda augun, þær gerðu það kannski einhvern tíma þegar allir voru með uni-brow!!!

6:23 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Athyglivert!!!

2:45 PM  
Anonymous Anonymous segir:

já...!
you asked for it, 'ya know..

hahaha uni-brow!

5:56 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hey... Ég plokka mínar reglulega!!!!!

9:39 PM  

Post a Comment

<< Home