Friday, February 24, 2006

Alltaf eitthvað að gerast í vinnunni...

Ég var að vinna í dag... Í Hagkaup koma óteljandi frægir Íslendingar og er það oft frekar kúl ef þeir yrða á mann, án þess þó að maður sé eitthvað að láta þetta fólk halda að maður sé að missa sig eitthvað.... Þótti mér heldur svalt þegar Björk kom eitt sinn á kassann hjá mér og spurði hvar hún gæti fengið að hringja.
Í dag kom enn ein þjóðþekkt persóna í Hagkaup. Þessi skeggjaði maður, íklæddur ljótum gallabuxum og bar derhúfu á höfði, gekk í áttina að kassanum mínum og nam staðar fyrir framan mig. Ég var smá tíma að átta mig á hver þetta væri en svo fattaði ég það... Þetta var enginn annar en Bobby Fisher.... Hann spurði mig hvar pósthúsið væri...:"Where´s the Post office" með mjög Bandarískum hreim, og ég svaraði: "it´s right there" (lesist með ógeðslega bandarískum hreim). Svo fór hann. Frekar fyndið.
Svo gerðist það að þegar ég stóð í rólegheitunum að draga fram vörurnar í Hagkaup, þ.e. að láta líta út fyrir að það sé meira í hillunum en það í rauninni er, þegar ég heyrði skyndilega svona Krasssssss..... Ég leit við og þá höfðu tvær sultukrukkur dottið og smassssast í gólfið og þetta var sko EKKI mér að kenna. Þarna á gólfinu var stór klessa af Bláberjasultu, Marmelaði og glerbrotum. Ojbarasta.... Já það var leiðinleg og óvelkomin tilbreyting að þrífa upp sultuglerklessuna af gólfinu.
Ef þið eigið einhverntíma leið framhjá sultunum í Hagkaup, endilega skoðið gólfið þar, því það er hreinasti gólfbletturinn í húsinu, enda pússaði ég hann sérstaklega svo kúnnarnir myndu ekki klístrast fastir við gólfið ef ske kynni að þeir myndu ganga þar framhjá.
Ég læt þá bara gott heita í dag, held ég.... Hittumst heil, og Eva, ég sakna þín... hehe

Thursday, February 23, 2006

Já, 1. Júni er merkisdagur, hvar sem er í heimssögunni...

Hlutir sem hægt er að halda upp á á afmæli mínu...
Þ.e.a.s. Allir þessi gerðust 1. júní....
193 - Roman Emperor Marcus Didius is assassinated in his palace.
1815 - Napoleon swears fidelity to the Constitution of France.
1869 - Thomas Edison of Boston, Massachusetts, receives a patent for his electric voting machine.
1935 - First driving tests are introduced in Britain.
1938 - Baseball: Protective helmets are worn by batters for the very first time.
1954 - The Peanuts comic strip character Linus van Pelt is shown with a security blanket for the first time. [1]
1967 - The Beatles album Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band is released
1979 - The first black-led government of Rhodesia in 90 years takes power, ousting Ian Smith and changing the country's name to Zimbabwe.

Þessar þekktu persónur fæddust á afmælisdegi mínum...

1265 - Dante Alighieri, Italian poet (d. 1321)
1653 - Georg Muffat, French composer (d. 1704)(veit ekkert hver þetta er en vildi hafa allavega einn franskan).
1879 - Napoléon Eugène Louis John Joseph, called Napoleon IV, the only child of Emperor Napoleon III of France (b. 1856)
1926 - Marilyn Monroe, American actress (d. 1962)
1937 - Morgan Freeman, American actor
1960 - Simon Gallup, English Bass guitarist, (The Cure)
1965 - Nigel Short, English chess player (Barqa svo skemmtilegt nafn... Short...)
1973 - Heidi Klum, German model

Stærðfræðilegur kvíði

Heldur þykir mér skítt að þurfa að fara í stærðfræðipróf á morgun í ljósi þess sem ég er nýbúin að vera í frönskuprófi og að halda fyrirlestur í dag. Fyrirlesturinn gekk bara nokkuð vel, ef satt skal segja og frönskuprófið bara þokkalega, að ég held. Ég sit nú og grúfi yfir bókunum, hálfsofandi, og reyni að skilja hvað svörtu klessurnar í hvítum blaðsíðunum eiga að tákna, en allt kemur fyrir ekki. Ég bara fæ engan botn í þessu kjaftæði. Ég held að ég ætti bara að reyna að læra utanaðbókarlærdóminn og vona þá að ég muni skilja e-ð meira í þessum dæmum síðar, þegar spurningaflóðið mitt flæðir yfir Eyjólf á mánudaginn. Þá vonandi mun ég ná til botns í djúpu lauginni, að minnsta kosti ef ég stend á tám. Það er ekki svo margt að frétta af mér nema það að hún Eva "Naría" mun yfirgefa okkur "Hörðu" á föstudaginn og halda til Glasgow í Skotlands, með foreldrum sínum og kemur ekki heim fyrr en á sunnudaginn. Einnig er það að frétta að Helga systir mín er orðinn Bachelor(ette) of Science í Lífefnafræði og útskrifast úr Háskólanum á Laugardaginn. Á laugardagskvöldið munum við fjölskyldan og aðrir nákomnir snæða 6 rétta máltíð í Perlunni á Food and Fun hátíðinni. Þar mun þýskur kokkur elda fyrir okkur dýrindis veitingar og við munum smakka margt nýtt. Ég hlakka sérstaklega til að fá Lystaukann sem við fáum fyrir matinn, vegna þess að ég hef enga hugmynd um hvað það er, svo hlakka ég einnig til að fá hvítu tómatsúpuna með fyllta smokkfiskinum. Ég smakkaði einmitt grillaðan smokkfisk úti í Króatíu og bragðaðist hann bara vel. Samt vandist ég honum ekki alveg vegna seigju kjötsins og hugsaði þá alltaf í hvert sinn er ég tuggði að þetta var smokkfiskur sem ég væri að borða og gat því ekki klárað matinn minn. Vonandi að það breytist og ég geti notið réttarins vel.

Tuesday, February 21, 2006

Yesterday

Gærdagurinn byrjaði á heldur óþægilegu tilviki. Fyrsti tími: stærðfræði. Eyjólfur gengur inn og horfir óvenjulega mikið á gólfið, gerir eins og vanalega, ráfar prófessorslega fram og aftur á milli dyranna og kennaraborðsins, eins og hann hafi gleymt einhverju. Svo hringir bjallan og Eyjólfur snýr sér að bekknum, horfir fram og við fáum að sjá ástæðuna fyrir hinum skyndilega áhuga hans á gólfinu. Á enninu er sár og hann er með sprungna vör. Svo skartar hann þriðja sárinu á nösinni! Ég, Tommi og Anna Katrín horfum hvort á annað, í augum okkar blikar óstjórnleg löngun til að stríða þessum vesæla manni og spyrja glottandi hvað hefði gerst. Við höldum þó aftur af okkur í nánast óbærilegar fjörutíu mínútur. Við misstum þó aldrei einbeitinguna.....! Við sem og fjölmargir aðrir bekkjarfélagar iðum í skinninu af forvitni og bíðum örvæntingafull eftir því að hann nefni fyrst óhapp vorfrísins en ekkert bregður af stærðfræðikennslunni. Eftir að bjallan hringir út spyr Tommi varkárnislega hvort hann hafi dottið á skíðum eða e-ð... Eyjólfur svarar og segist hafa dottið á bílastæði! Mig dauðlangaði að spyrja: "dastu eða "dastu"?". Vegna þess að venjulega koma ekki áverkar af þessu tagi við það að detta, heldur frekar þegar hnefi, eða jafnvel stólfótur er í spilinu.

Sunday, February 19, 2006

Sunnudagurinn

Ég var bara massa dugleg í dag. Ég gekk marga marga kílómetra frá Ægissíðuni að Nauthólmsvíkinni með mömmu, pabba, Svönsu, Halla og Rakel. Svo löbbuðum við til baka og keyrðum upp í Þjóðminjasafn að fá okkur kaffi.... Þetta var svona ekta sunnudagur, við meira að segja buðum ömmu í lambalæri, gular baunir, rauðkál og brúnaðar kartöflur... Ég held ég sé bara í fínum málum í sambandi við heimadæmin í efnafræði, þ.e.a.s. fyrstu tvö dæmin, hitt er ég ekki að fatta, Helga segist skilja hvað átt er við en ég veit ekki!!!
Ég er mjög sátt við úrslitin í forkeppni Eurovision en pabbi ætlar sko ekki einu sinni að horfa á Eurovision..... Ég stríði honum bara! Sjáumst á morgun, glöð og hress í skólanum...

Árshátíðarblogg

Árshátíðarbloggið er á 5. bekkjar U síðunni

Thursday, February 16, 2006

Yearfest....

Ég er orðin rosalega spennt fyrir árshátíðinni... Ég er búin að kaupa mér kjól og allt, hlakka svo til... Þetta er ekki svona hefðbundinn árshátíðarkjóll heldur svolítið sumarlegur og kjútí. Svo er morgunpartý á morgun og einhver hátíðardagskrá en ég er að spá í að beila á henni, langar að gera mig fína og fara í bað og svoleiðis... Svo verður farið í mat til Hildar og etinn kjúkli og salat og beint eftir það verður strunsað í fyrirpartý hjá Ingu þar sem ákveðnir einstaklingar hella í sig kákómalti.... Þegar því er lokið fara allir á ballið og skemmta sér konunglega á stóru og rúmgóðu dansgólfi, að dansa í takt við tónlist fortíðar, Det Betales.... Besta bítlacoverband í heimi. Skórnir fá þá að fjúka og stríðsdansinn verður tekinn í kringum þá. Þetta verður yndislegt kvöld og ég ætla að sjá til þess. Ég ÆTLA að skemmta mér vel!!! Svo er hægt að sofa fram á miðjan dag þangað til að maður skal drífa sig í vinnuna að afgreiða vanþakkláta uppskrúfninga... Uglan: "Jæja. Þá er að fara að drífa sig í vinnnuna". Ólafía: "Ertu að fara í Ræsið?". Uglan: "Ekki láta mig heyra þetta orð, það nefnist háskóli". Mamma: "Jájá vinurinn, drífðu þig bara út í blautið". Þetta er atriði úr Fuglastríðinu.

Tuesday, February 14, 2006

tittill.......

hmmmmmmmmmm hvað skal segja hvað skal segja??? Ég hef ekkert til að nöldra um... Ég er að fara á árshátíð... Fer á morgun að kíkja á kjóla, ætlaði í dag en mamma er veik og hún er bílstjóri... Býst við því að þurfa að fara í brúna kjólnum sem ég var í á þarsíðustu árshátíð.... Mig langar ekkert til þess. Mig langar í nýjan flottan kjól sem kostar ekki of mikið. Mig langar að vera ógeðslega sæt á árshátíðinni og heilla alla upp úr skónum... hehe. Ég kann ekki einu sinni að mála mig flott, alltaf það sama, maskari, smá augnskuggi, sólarpúður... Alltaf ef ég prófa e-ð nýtt þá er það undantekningalaust ljótt og þá verð ég að þvo það af og þá er ég með rauð augu allt kvöldið. Svo fara ekki einu sinni allir augnskuggar mér vel, ég get verið með smá gylltan eða brons... En allir litir eru fáránlegir á mér. já svo fór það gelgjutal....

Fimmtudagur frátekinn
framundan er árshátíð
Kjólinn vantar klárlega
Hverju á ég að klæðast?
Ekki fer ég allsnakin
úti ríkir fimburtíð
Inni dansa ærlega,
ungir menntskælingar.

Saturday, February 11, 2006

Noh... Þessi gen eru bara út um allt....

Þeir eru nú svolítið líkir!!!!
Ármann Jakobsson
og Kjartan Valgarðsson
Sammála?

Bara svo ég geti sett myndina í profile...

Þetta er ég í sumarbústað í Hveragerði... Þeta er skásta myndin af mér einni sem er inni á tölvunni minni og því nota ég þessa mynd í gríð og erg...

Einræða.

Djöfull, ég var búin að skrifa geðveikt langt blogg, svo virkaði síðan ekki þannig að ég fann bloggið aftur og kóperaði það inn á word til að geyma það, til að ég gæti sett það inn á seinna... Svo get ég ekki kóperað það hérna inn á aftur.. Fjandans drasl, ég set það þá inn á gömlu síðuna mína, kíkið bara þar...

Friday, February 10, 2006

Spjall.

Hér sit ég, fyrir framan tölvuskjáinn, að hlusta á skemmtilega tónlist og skrifa niður hvað ég er að gera.... Ég er íklædd þægilegu, ofstóru buxunum mínum og líður mér séstaklega vel þar sem engin skóli er á morgun.... Ég get vakað lengi, þ.e. ef ég sofna ekki snemma.... En helgin er samt frekar útúrspegúleruð... Ég þyrfti að gera e-ð í fyrirlestrinum í íslensku, helst lesa aftur Death of a Salesman, læra undir líffræðipróf og finna mér föt fyrir árshátíðina, en síðastnefnda hlutinn hef ég sett í fyrsta sæti yfir þarfa hluti, enda er hann skemmtilegastur... Hitt má svosum mæta rest.... Ég var ég Lífrænu efnafræðiprófi í dag og mér gekk frábærlega illa.... Ég hreinlega gaf frá mér 22% af prófinu vegna þess að ég vissi ekki hvernig e-ð fjandans efnasamband hvarfaðist við H2SO4.... Og önnur 10% af því að ég viss ekki hvernig e-r önnur efni hvörfuðust við fleiri efni.... Mjög svekkjandi... Ekki það að ég hafi verið e-ð dugleg að læra í gær... En það sem gaf mér byr í báða vængi var útkoman úr eðlisfræðiprófinu, en sú einkunn var velkomin og hljóðaði upp á 8.7, bara nokkuð stolt af mér, þar sem ég lærði nákvæmlega ekkert fyrir það... hehe... Sem sýnir bara að Úrsúla er miklu betri en þetta skoffín sem við höfðum fyrir kennara fyrir jól... Margir í bekknum eru óánægðir með Skarpa sem lífrænn efnafræðikennari.. Mér finnst kallinn fínn, en það segir kannski meira um mig frekar en kennsluhæfileika hans... Til dæmis þá fannst mér Auðunn STÆ. fínn í fjórða bekk, en margir voru mjög ósammála mér þar einnig. Ég er bara svo fljót að venjast vondum kennurum eftir að ég var með Auðunn í þriðja bekk, það var nefnilega svo mikið sjokk fyrir mig þá, komandi beint úr grunnskóla þar sem hlutirnir beinlínis eru tuggðir og mataðir ofan í mann eins og perumauk.... En ég held samt að hinn lífræni efnafræði kennarinn sé betri, eða það er allavega afsökunin mín ef illa fer í þessu prófi....

Margur verður af þreytu api....

Ég var að vinna í dag og á kassann til mín kom par, sem greinilega þekkti mig og sagði´:"hæ Jóhanna þekkiru okkur ekki?"... Ég hugsaði mig um og, jú, ég kannaðist eitthvað við andlitin, mundi eftir þeim á ættarmóti... Hjón um fimmtugt... Ég sagðist kannast við þau og spurði svo manninn: "ert þú ekki bróðir hans afa?".... Það kom svolítið skrítinn svipur á manninn, þá fattaði ég hve vitlaus ég hafði verið... Sko afi er ÁTTRÆÐUR og því ekkert skrítið að hann hafi gefið mér þennan skrítna svip... Maðurinn sagði að afi minn væri sko föðurbróðir pabba hans... Þessi fimmtugi maður var sem sagt af sömu kynslóð og ég, eða svo skildist mér.... Svo báðu þau að heilsa mömmu og pabba og sagðist skila því... Ég vona að ég hafi ekki sært einhverja aldurskomplexa..... Oh ég er svo gleymin, ég ætlaði að skrifa eitthvað fleira merkilegt en man bara ekki hvað það var....

Thursday, February 09, 2006

Háramál....

Ég er að fara í strípur eftir nokkar mínútur..... Ætli nokkur muni taka eftir því.. Ég nefnilega læt alltaf gera það sama við blessað hárið á mér, ljósar og ljósrauðar strípur takk fyrir. Það var meira segja rosalega drastískt fyrir mig að láta klippa á mig topp!!! Ég var lengi að venjast því... Alltaf man ég þegar ég lét klippa hárið á mér stutt, það var rosa flott daginn sem ég lét klippa mig en alla dagana eftir það leit það út fyrir að vera úr sér vaxið og illa hirt, ég einhvernveginn nennti ekki að halda því við, að fara að blása það á morgnana... Frekar vildi ég láta sveipina ráða sér sjálfir, frjálsir og óháðir. Svo óx hárið á endanum og núna er ég nýbúin að láta klippa 4 cm af hárinu mínu og finnst það stutt...(það nær niður á bak)... En núna verð ég að fara í strípur, ég sé bara til á morgun hvort einhver taki eftir hárinu mínu... hehe...

Wednesday, February 08, 2006

Smá spekúlareisjón...

Ég er búin að vera pæla í svolitlu í einvern tíma og langar mig til þess að lesendur skýri þetta mál fyrir mér. Það er nefnilega þannig að þegar maður segir að e-ð sé súrt, þ.e. eitthvað er alveg fáránlega absúrd og undarlegt, er þá verið að meina súrt eins og með sýrur og basar eða er þetta einfaldlega stytting á súrrealískt? Allavega, þetta er ekkki eina ástæðan fyrir plásseyðingu á blogginu mínu, ég á bara ennþá eftir að ákveða hvað mig langar að skrifa.... Vá, lífi mínu hefur gjörsamlega verið umbylt síðan ég fékk Dúdann(mp3 spilarann).... Allar þessu löngu stundir, sitjandi ein í strætó, á leið heim úr skólanum, hafa styst svo um munar. Ekki það að strætó sé orðinn e-ð fljótari í förum eða neitt svoleiðis, heldur finnst mér tíminn einfaldlega fljótari að líða þegar ég hlusta á fallegan söng með yndislegu nótnaundirspili.... Auk þess er ég orðin miklu auðveldari í umgengni en áður, eða það finnst mér allavega... Það er eitthvað svo þægilegt að hafa svona "theme-song" þegar maður er að gera e-ð, hvað sem er.... Það væri æðislegt að fá að hafa tónlist í eyrunum í einstaka tímum, eins og eðlisfræði þegar maður er að gera dæmin sjálfur.... Og kannski líka ensku... Þá þyrfti maður ekki að hlusta á fólk eins og mig nauðga tungumáli Shakespares... Þá held ég að það sé bara komið...