Monday, February 23, 2009

Gott að ég er ekki dalmatíuhvolpur

Ég sá í dag stóra mikla konu í stórum miklum pelsi horfa girndaraugum á hár mitt. Ég flýtti mér framhjá henni.

Sunday, February 22, 2009

Vinnusögur helgarinnar

Vinnuhelgin þessi hefur af sér getið fáeinar skemmtisögur...
Laugardagurinn:
Eins og kannski fáeinir hafa tekið eftir var mjög vindasamt á laugardaginn. Þar sem vindurinn stóð beint á stóru bronshurðina sem notur er fyrir kaffihúsagesti í þjóðminjasafninu fauk hún gjarnan upp og hleypti á okkur starfsmönnunum vindhviðum sem gerðu það að verkum að kaffikorgur fauk í augun á okkur og expressóbunurnar úr kaffivélinni fuku út um allt. Því ákváðum við að nú væri tímabært að læsa hurðinni og setja upp skilti báðum megin hurðar þess efnis að viðskiptavinir væru vinsamlegast beðnir um að nota aðalinnganginn að safninu til inn- og útferðar. Einhver ólæs(það hlýtur að vera) kona í síðri svartri peysu ákvað að hunsa skiltir og stalst út um stóru bronshurðina og þurfti til þess að ganga framhjá skiltinu, snúa lásnum og ýta með miklum krafti á hurðina til þess að skjótast út, en þar sem karmað kom aftan að henni festist peysan hennar á milli dyrakarmsins og hurðarinnar og hurðin að sjálfsögðu læstist á eftir henni. Ef ég væri ekki svona góð í mér hefði ég sökum pirrelsis leyft henni að dúsa þarna föst þar til hún fattaði að klæða sig úr peysunni, hlaupa inn um aðalinnganginn og opna stóru bronshurðina aftir til þess að losa um peysuna. En hún litla góða ég opnaði hurðina fyrir hana og hleypti henni í burtu...
Sunnudagur:
Ung bandarísk kona kom til okkar í dag. Hún byrjaði á að segja:,,Hiiii, how are youuuu?"... Ég svaraði með frekar tregum rómi,:,, Eh, just fine...." Svo var hún endalaust að þakka mér og segja :,,Oh my god,thank you sooo much". Þetta var næstum því verra en ofurdónalegur vinskiptavinur... Hún kom bókstaflega framvið mig eins og ég væri þroskahefti krakkinn á leikskólanum...

Saturday, February 21, 2009

.

Þetta var sko vondur dagur...
Ég hefði getað hannað hann mikið betur...

Friday, February 20, 2009

Minimalismi

Sunday, February 01, 2009

Hambó í kvöldmatinn

Fokk... óverdós af súkkulaði... Æl...
Ég og foreldrar mínir ætluðum að skoða sýninguna í 101 gallerí á Hverfisgötu, en þar sem það er sunnudagur var allt lok lok og læs. Við skoðuðum þessi litríku verk Davíðs Arnars í gegnum gluggann, en þar sem verkin eru í raun byggð upp af miklum smáatriðum náðum við ekki alveg réttum fílíng. Maður verður bara að sjá þetta seinna... Þar á eftir skruppum við á Kjarvalsstaði og skoðuðum bæði taflsýninguna og Kjarvalsýninguna(sem er nú öðruvísi en venjulega, því allt sem þeir eiga eftir Kjarval hefur nú verið sett á veggina og eru þeir því þaktir teikningum og málverkum). Hefði reyndar frekar viljað haft tíma til að skoða betur taflsýninguna... Þarna voru allskonar gerðir af taflborðum í ýmsum samhengjum. Eftir að hafa gengið í gegnum Kjarvalssýninguna skelltum við okkur á kaffi og súkkulaðiköku sem kallaði nú ekki allt ömmu sína. Þar á eftir kíktum við í heimsókn til Önnu og Jóa, vinafólks okkar, og var hún Anna, ásamt Rut dóttur sinni, nýbúin að baka súkkulaðibombutertu(sem myndi ekki einu sinni kalla hina súkkulaðitertuna ömmu sína) sem við að sjálfsögðu skeyttum ekki hendinni á móti... Ég meina, það eru nú einu sinni sveltandi börn í Mósambík... En já, eftir kökusneiðina var ekki aftur snúið því maginn í mér er enn að reyna að melta herlegheitin á meðan hann dansar tangódans við þindina... Það veit ég fyrir víst að það þarf tvo í tangó... Plöööööhhggghhh