Thursday, August 31, 2006

Jess jamm og jæja

Shitt!!! Ég og mamma komum niður í forstofu eftir að hafa setið lengi fyrir framan tölvuskjáinn að lesa bloggið hennar Svönsu. Við okkur blasti óskemmtileg sjón.
Pípari að sópa gólfið í vaskahúsinu... og nenei, hann var sko ekki að sópa rusl af gólfinu... Hann var að sópa vatn!! Nágranninn sem býr í íbúðinni við hliðina stóð þarna yfir honum og spjallaði!!!
Þá hafði þetta víst gerst þannig að Þór(nágranninn) og fjölskylda höfðu notað vatnið í sinni íbúð með þeim afleiðingum að flæddi heljarinnar vatnsflóð úr einhverri pípu, sem átti að vera óvirk en var greinilega ekki, út um allt vaskahússgólf. Píparinn, sem er búinn að vera í vaskahúsinu síðustu daga að dikta að ýmsu svo sem að bora stóra holu í vegginn og út svo einhver pípa komist þar í gegn, tók þá til sinna ráða og hóf að sópa vatninu út í gegnum gatið í veggnum.

:) Allíúbba....

Wednesday, August 30, 2006

Það var helst í fréttum..:

Komin langt á leið með að búa til nýjan uppáhaldslagalista.

Mér er farið að líða betur núna eftir tvo og hálfan skóladag heima.
Ég er búin að overdósa nokkrum sinnum á nefspreyi og íbúfeni.. hehe
Ég hata kvef!!!!!

Eins og þið sjáið hef ég ekki afrekað mikið síðustu daga!!!

Monday, August 28, 2006

Lekandi hor...

Vorkenning....

Ég var í skólanum í dag, annar skóladagurinn og er ég strax orðin veik!!! Einhver var að tala um að skaðræðis lúsin fari að berast á milli þegar skólarnir byrjuðu og hleypti öllu í bál og brand, en ég held að það sé bara kjaftæði, flensurnar og kvefpestirnar eru sko miklu meiri skaðvaldar!!!

Mér leið svona alltílagi í morgun, fann þó fyrir smá kvefeinkennum ofarlega í hálsi. Datt í hug að þetta væri svona morgunveiki, hafiði ekki fengið svoleiðis? Þetta stendur yfir í svona hálftíma eftir að maður vaknar og gengur svo yfir! Ég mætti ágætlega hress kl. 08:10 í tvöfaldan myndlistatíma, teiknaði nokkra kassa og fór svo í líffræði. Það var ekki fyrr en í sögu þegar ég fór að verða heldur betur þreytt og var erfitt fyrir mig að halda augunum opnum... Veit reyndar ekki hvort það var dimmunni inni í stofunni og rómi sögukennarans að kenna eða veikindum, en hvað um það!!!
Svo kom hádegishlé! Fór þá kvefið að segja til sín. Eftir drekkutíma fór ég í tvöfaldan stærðfræðitíma. Ég rétt hélt hann út með því að fara nokkrum sinnum á klósettið að snýta mér. Aumingja ég!!!

Var þetta ekki alveg dásamlega áhugaverð og skemmtileg frásögn???

Saturday, August 26, 2006

Strætóvandamál

Ég þurrkaði stýrurnar úr augunum klukkan hálf átta í morgun og fór á fætur. Átti að fara að vinna í Kaffitári kl 9:00.... Mætti á hárréttum tíma í Þjóðmenjasafnið og allt harðlæst!!! "Fjandinn!! Ég hlýt að hafa átt að mæta eitthvert annað", hugsaði ég. Komst svo ð því að ég átti víst að mæta í kringluna. "Ohhh". Á meðan ég lallaði á Lækjatorg að taka næsta strætó skullu fáeinir rigningadropar á mér,bara svona til að stríða mér! Svo þegar ég var að ganga hina velkunnu leið framhjá Tjörninni(þökk sé leikfimi í MR) gekk einhver gaur á móti mér, horfði undarlega á mig, brosti breitt og ullaði!!! Hvað er með fólk í dag??? Átti þetta virkilega að "heilla" mig upp úr skónum?
Allavega mætti ég hálftíma of seint í vinnuna og það var klikkað að gera!!! Ég fékk mér bara einn kaffibolla :(
Svo ætlaði mins að taka strætó heim úr kringlunni þá uppgötvaði ég að búið var að rífa strætóskýlið sem var hinum megin við undirgöngin!!! Ég tók mér smá labbitúr og gekk í næsta strætóskýli, þúsund metra í burtu!!!

Friday, August 25, 2006

Tourette

Ég sat þarna, sakleysið uppmálað, að bíða eftir strætó, þegar einhver kallskratti labbar framhjá mér. Í leiðinni réttir hann upp miðfingurinn og segir við mig blákalt:"Fokk jú".....Svo hélt hann áfram leiðar sinnar. Ég átti ekki orð.

Wednesday, August 23, 2006

Rakel spakel

Rakel er svo mikil dúlla....
Svansa, Halli og Rakel, litla þriggja ára krúttið þeirra voru að flytja til Danmerkur fyrir ca. mánuði síðan. Rakel hefur ekki verið neitt sérstaklega dugleg að læra dönskuna og finnst ekkert gaman að krakkarnir í kringum hana bulli bara við hana og segi aldrei neitt að viti. Hún hefur heldur ekki verið neitt voðalega sátt við leikskólann því krakkarnir og fóstrurnar þar bulla bara út í eitt og hún skilur ekki orð.
Reyndar hefur litlu stúlkunni farið smá fram og er hún búin að eignast danska vinkonu sem hún leikur stundum við uppi í herberginu sínu. Svansa hefur yndi af að fylgjast með samskiptarörðugleikunum á milli þeirra því Rakel skilur ekki orð af því sem vinkonan segir og öfugt. Rakel hefur ráðið bót úr máli og hefur ákveðið að gera líkt og vinkonan... Hún bullar bara..:"Tarúskí bala gúngí... Da sítí rúmpa? Galósíbó ramaga.." Svo inn á milli segir hún:"komm, komm!!". Þetta nýuppfundna tungumál hefur tekist svo vel við nýju vinkonuna að hún er byrjuð að tala við foreldra sína á þessu sama máli.... Þegar hún sér að þessar stóru skepnur standa á gati og skilja ekki hvað hún er að segja þá gerist hún þýðandi og þýðir yfir á íslensku það sem hún var að segja á bullískunni.

Ég hlakka svo til að sjá litla krúttið mitt og systir mína og manninn hennar um jólin.. Ég bara get ekki beðið!!!

Tuesday, August 22, 2006

Fyrsta bloggið eftir Törkí

Ég er dottin úr æfingu við bloggskrif og þ.a.l. verður þetta eitthvað stirt hjá mér í dag.
Tyrkland var æði og skemmtum við okkur vel, stúlkukindurnar.
Jóhanna= Fraulein the fluffy frog
Eva= Roger the risky racoon
Harpa= sorrý, ég man ekki
Kristín= Ívan the evil íkorni

Jája, við brölluðum margt og mikið þarna úti í landi Tyrkjanna enda miklir ólátabelgir og rugludallar við stúlkurnar. Við skrifuðum niður allt í litla bók sem okkur þótti fyndið og ég verð bara að setja þetta niður á síðuna er ég fæ bókina lánaða hjá henni Kristínu.

Við hræddum nokkra þjóna í burtu.... Ég toppaði þá iðju með því að svara frekar undarlega er þjónninn var að spjalla að eins við okkur og talið barst að gæludýrum og hann spurði mig hvort ég ætti nokkuð gæludýr og ég svaraði: "No, I only have my dad"... Þjónninn var ekki lengi að hraða sér í burtu fá þessu borði sem við sat quartett að skrítnum unglingsstúlkum. Frekar óviðeigandi einkabrandari... Útskýringin er sú að pabbi minn er eiginlega eins og stór björn og lít ég því á hann sem svona stórt Pet, vegna þess að ég á ekki nein gæludýr!!!