Lekandi hor...
Vorkenning....
Ég var í skólanum í dag, annar skóladagurinn og er ég strax orðin veik!!! Einhver var að tala um að skaðræðis lúsin fari að berast á milli þegar skólarnir byrjuðu og hleypti öllu í bál og brand, en ég held að það sé bara kjaftæði, flensurnar og kvefpestirnar eru sko miklu meiri skaðvaldar!!!
Mér leið svona alltílagi í morgun, fann þó fyrir smá kvefeinkennum ofarlega í hálsi. Datt í hug að þetta væri svona morgunveiki, hafiði ekki fengið svoleiðis? Þetta stendur yfir í svona hálftíma eftir að maður vaknar og gengur svo yfir! Ég mætti ágætlega hress kl. 08:10 í tvöfaldan myndlistatíma, teiknaði nokkra kassa og fór svo í líffræði. Það var ekki fyrr en í sögu þegar ég fór að verða heldur betur þreytt og var erfitt fyrir mig að halda augunum opnum... Veit reyndar ekki hvort það var dimmunni inni í stofunni og rómi sögukennarans að kenna eða veikindum, en hvað um það!!!
Svo kom hádegishlé! Fór þá kvefið að segja til sín. Eftir drekkutíma fór ég í tvöfaldan stærðfræðitíma. Ég rétt hélt hann út með því að fara nokkrum sinnum á klósettið að snýta mér. Aumingja ég!!!
Var þetta ekki alveg dásamlega áhugaverð og skemmtileg frásögn???
Ég var í skólanum í dag, annar skóladagurinn og er ég strax orðin veik!!! Einhver var að tala um að skaðræðis lúsin fari að berast á milli þegar skólarnir byrjuðu og hleypti öllu í bál og brand, en ég held að það sé bara kjaftæði, flensurnar og kvefpestirnar eru sko miklu meiri skaðvaldar!!!
Mér leið svona alltílagi í morgun, fann þó fyrir smá kvefeinkennum ofarlega í hálsi. Datt í hug að þetta væri svona morgunveiki, hafiði ekki fengið svoleiðis? Þetta stendur yfir í svona hálftíma eftir að maður vaknar og gengur svo yfir! Ég mætti ágætlega hress kl. 08:10 í tvöfaldan myndlistatíma, teiknaði nokkra kassa og fór svo í líffræði. Það var ekki fyrr en í sögu þegar ég fór að verða heldur betur þreytt og var erfitt fyrir mig að halda augunum opnum... Veit reyndar ekki hvort það var dimmunni inni í stofunni og rómi sögukennarans að kenna eða veikindum, en hvað um það!!!
Svo kom hádegishlé! Fór þá kvefið að segja til sín. Eftir drekkutíma fór ég í tvöfaldan stærðfræðitíma. Ég rétt hélt hann út með því að fara nokkrum sinnum á klósettið að snýta mér. Aumingja ég!!!
Var þetta ekki alveg dásamlega áhugaverð og skemmtileg frásögn???
5 Comments:
Æ greyið mitt :o( Láttu þér nú batna
Jú, mjög góð frásögn, þú færð vorkenningu frá mér. Láttu þér batna.
já takk..... sjúúúúúúúúúúúúgh
og bara skóladagur nr. 2
uss suss suss
láttu þér batna súper fljótt!
hohoho
Post a Comment
<< Home