Harpa, þú ættir ekki að lesa fyrsta partinn af blogginu!
1) Ég var í vinnunni í gær á kassanum í Hagkaup og til mín kemur einhver kall... Hann var að kaupa kjöt úr kjötborðinu. Þetta var svona rautt kjöt í hvítum plastbakka og búið var að pakka þessu inn í glærar plastumbúðir. Mér varð hálfflökurt við að sjá þetta vegna þess að blóðið úr kjötinu lak gjörsamlega um allan bakkann!!! Þarna var strikamerki og ég þurfti að renna þvi í gegn til að fá svona "bíp hljóð" og skanna inn vöruna. Strikamerkið var eitthvað lélegt (að sjálfsögðu) og því þurfti ég að halda á blóðbakkanum í smátíma áður en ég gat sett hann frá mér hinum megin á færibandið. Mig langaði mest til þess að fara að kvarta við gaurinn í kjötborðinu og biðja hann vinsamlegast um að setja einhverskonar ógegnsæjar umbúðir á svona vörur....
Ég varaði þig við Harpa mín....
2) Ég þoli heldur ekki þegar fólk kemur á kassann hjá mér með kannski fisk úr kjötborðinu og það er búið að marínera hann í hvítlauskolíu eða eitthvað álíka! Það er alveg fáránlega mikil og sterk lykt af þessu.
3) Talandi um hvítlaukslykt, ég var að ganga framhjá bakaríinu í vinnunni í gær og það var víst verið að baka hvítlauksbrauð... Mér finnst hvítlaukslykt ekkert vond eða neitt svoleiðis, en í þetta skipti varð ég að setja höndina fyrir vitin til þess að falla ekki i yfirlið, vegna þess að þessi hvítlaukslykt var svon megn að maður náði vart að anda án þess að tárast.
Ég varaði þig við Harpa mín....
2) Ég þoli heldur ekki þegar fólk kemur á kassann hjá mér með kannski fisk úr kjötborðinu og það er búið að marínera hann í hvítlauskolíu eða eitthvað álíka! Það er alveg fáránlega mikil og sterk lykt af þessu.
3) Talandi um hvítlaukslykt, ég var að ganga framhjá bakaríinu í vinnunni í gær og það var víst verið að baka hvítlauksbrauð... Mér finnst hvítlaukslykt ekkert vond eða neitt svoleiðis, en í þetta skipti varð ég að setja höndina fyrir vitin til þess að falla ekki i yfirlið, vegna þess að þessi hvítlaukslykt var svon megn að maður náði vart að anda án þess að tárast.
6 Comments:
ojojojojoj!
jökk
verðurðu ekki bara að hafa með þér þvottaklemmu?!
og oj get ímyndað mér aðstæðurnar í vandamáli nr 1!
sem betur fer þurftirðu ekki að ýta fast á strikamerkið þannig að það hefði komið gat á pokann!!
Ojojoj haha.. Ég er búin að skipta um vinnu... Farin að vinna hjá Kaffitári!!! Byrja um helgina....
oki, kúl ;)
ú til hamingju með það! ;)
Taaakk....
Post a Comment
<< Home