Monday, July 03, 2006

Þvílíkt og annað eins!

Oj, ég þarf að fara í sprautu á eftir fyrir Lifrabólgu A, vegna þess að ég er að fara til Tyrklands... Þetta smitast víst með menguðu vatni og mat. Það kemur sko ekkert inn fyrir mínar varir þarna úti nema það sé kyrfilega sótthreinsað.. haha.
Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn lét okkur ekki einu sinni vita að það væri kannski góð hugmynd að fara í sprautu!!!! Það var eiginlega bara fyrir tilviljun og í rauninni heppni, að einhver snillingurinn í fimmtabekkjarráði spurðist fyrir um þetta við lækni! Þá kom í ljós að það þyrfti víst að fara í sprautuna mánuðu fyrir brottför því hún fer ekki að virka fyrr! Þetta fengum við sms um bara fyrir nokkrum dögum og það eru ca. 27 dagar í brottför!
Ég er mest hneyksluð yfir ferðaskrifstofunni fyrir að hafa ekki einu sinni nefnt að það væri æskilegt að fara í sprautu.
Úrval Útsýn... Skammist ykkar!

1 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Það stendur á netinu að það þurfi ekki, held þetta sé bara svona týpískur staður og maður á ekkert að vera að borða á subbulegum stöðum. Manni á örugglega bara að líða betur að vita að maður fór í sprautuna!!!

9:50 PM  

Post a Comment

<< Home