Broke(n)back....
Aldurinn er greinilega farinn að segja til sín... Í bústaðnum var smá um að við fórum út... Við fórum í fjallgöngu og göngutúra. Svo síðasta daginn fórum við í smá ASNA, þ.e. að kasta í körfu og sjá hver hittir oftast í körfuna... Eftir þessa leikfimi settumst við niður á pallinn og fékk ég þá heiftarlega í mjóbakið... Evu fannst tilvalið að prófa einhverja skemmtilega og líklegast alveg nýja aðferð við bakverk og sneri baki sínu í mitt bak og tók með sínum olnbogum utan um mína olnboga... Ég var alfarið á móti þessum aðgerðum og reyndi að komast undan en Eva var staðráðin að gera mig að tilraunadýri!! Þá hífði hún mig upp þannig að hún beygði sig niður og þá flaug ég upp... Eva hrópaði:"Það heyrðist smá brak, ertu löguð í bakinu?". Ég hrópaði dauðskelkuð á móti:"Það brakaði í öxlunum á mér, ekki bakinu, ég er hrædd, og NEI, ég er ekki bötnuð í bakinu, LÁTTU MIG NIÐUR!". Ég er ennþá slæm í bakinu og verð það líklegast í nokkra daga, Eva sagði að ég skyldi fara til hnykkjara,:"það er svona gaur sem nuddar ekki heldur lætur braka í þér!!".... Eh, sama og þegið, hef hingað til getað brakað í sjálfri mér enda mikið brakundur hún ég. Ég get brakað í hnjánum, öllum puttunum, öllum tánum, bakinu, hálsinum, kjálkanum, úlnliðunum, "fótaúlnliðunum"(man ekki orðið í augnablikinu), og ég held að það sé bara komið!!! Komið gott í dag!!!
4 Comments:
hhahaha gamla kerling
ÆÆÆ á mínum sokkabandsárum þá gat ég farið í leiki og skemmt mér, en núna... eeeh.... hvað ætlaði ég nú aftur að segja en ekki þegja?
hehe það heitir ökkli ;)
haha jámm ég mundi það í dag!!! Ætlaði að skrifa núna "fótaúlnliður=ökkli".....
Post a Comment
<< Home