Thursday, June 22, 2006

Ofmetinn blásibelgur, hann Lewis kallinn???

Labbaði Laugarveginn(þann stutta) í dag í blíðunni með systrum mínum. Fann gjöf handa Evu. Fékk mér Frappuchino á Te&kaffi, sem var þess valdandi að ég fékk "brainfreeze". Fór í vinnuna og tók áskorun einnar sem vinnur með mér og teiknaði Catwoman og Superman að giftast, það var sem sagt ekkert voðalega mikið að gera í vinnuni... Mér er farið að finnast ég vera búin að vinna þarna aðeins of lengi, helsta vísbendingin er sú að ég þarf varla lengur að glugga í grænmetishandbókina til að sjá númerin á skrítnu ávöxtunum!!! Ég er búin að lesa bækur nr. 1,3 og 4 í Narniu 7-lógíunni, er á þeirri fimmtu og vonst til að klára hana í kvöld. Þetta eru ekkert sérstakar bækur, ekkert voðalega spennandi, það eru allir einum of heppnir eins og í bókinni sem ég er að lesa núna þá var fólkið úti á rúmsjó og risastór ormur réðst á þau. Þeim tókst að bola honum í burtu og ormurinn ákvað að endurtaka ekki aftur morðtilræðið... Útskýring rithöfunds(C.S. Lewis ef einhver vissi það ekki) var sú að ormurinn var heimskur!!! Af hverju ekki að byggja upp smá meiri spennu, það hefði verið auðvelt að moða eitthvað aðeins meira úr þessu efni fannst mér...Svo eru fullt af öðrum tilvikum sem auðvelt hefði verið að gera ögn meira spennandi en einhvernveginn endar allt í loftinu og lendir aldrei.... Svo er að sjálfsögðu fullt af tilvísunum í Guð og eitthvað kjaftæði, fer frekar í taugarnar á mér heldur en hitt!!! Vá ég hlakka eiginlega til að klára þetta... hehe... Æ nenei þetta eru fínar bækur, finnst að ég eigi að gefa þessu smá meir séns og mynda mér skoðun eftir sjöundu bókina, kannski kemur eitthvað kúl í ljós sem hafði ekki komið áður og útskýrir þessa loftfimleika (þó efa ég það)... Allavega verður þetta ekki mikið lengra þessa nóttina, góða nótt og sofið vært og rótt!!! :o)

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Kannski finnnst börnunum þetta rosa spennandi, hehe.

12:18 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

harry potter fílíngur í þessu?

8:12 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Nei, sko eiginlega barnalegra!!! Harry Potter er aðeins meira spennandi!

12:01 AM  

Post a Comment

<< Home