Saturday, June 10, 2006

Dagsins hamstur

Úff!! Ekki mikið búið að gerast þessa vikuna, eiginlega bara ekki neitt!!! Ég er búin að vera að vinna voða mikið og við stúlkukindurnar ætlum að hittast á morgun... Oh fjandans fluga sem er að pirra mig!! Ég er í morðhug!!! Æ, jæja...
Ég var að klára Magician's Cousin, 1. bókin í Narniu seríunni. Allt í lagi svosum, frekar barnaleg, en ég held ég klári að lesa þetta samt sem áður, þar sem þetta er nú klassískt ævintýri!!! svo ætla ég mér að byrja á Englar og djöflar... Langar að lesa líka þessar bækur þarna eftir Terry Pratchett, Discworld series....
FARÐU FLUGA...
Ég er algerlega búin að snúa sólarhringnum við, fer að sofa klukkan 3-4 á næturna og vakna um tvö leytið, bara til að fara í vinnuna, annars myndi ég líklegast sofa fram að kvöldmat!!
Vá hvað það kom skrítinn gaur á kassann hjá mér.... Hann horfði stanslaust á mig, geðveikt skrítið.... Það klikkaðist einhver kona um daginn í vinnunni yfir stelpunni sem eldar kjúklinginn... Konan tók víst upp box með heilum steiktum kjúklingi og hellti óvart kjúklingafitu yfir sig alla... Hún gjörsamlega trylltist og var sko ekkert að spara ófögru orðin við aumingja stelpuna...:"sjáðu bara nýju, rándýru Diesel gallabuxurnar mínar!! Þær eru ónýtar!!! Gagagaga!!". Kommon, það er ekki eins og þeta náist ekki úr með sápu til dæmis!!! Þar sem þetta er bæði óskautuð efnasambönd... og eins og maður fékk oft að heyra í fjórða bekk.. "líkur leysir líkan"... hehe..
Verslunin borgaði náttúrulega fatahreinsun fyrir skelluna.....
Ég veit þó ekki hvort aumingja stelpan hafi fengið áfallahjálp!!!!
Oh %&#$ fluguskömm.....

2 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Þetta verður greinilega bókasumar hjá þér ;)

2:18 AM  
Anonymous Anonymous segir:

hehe já, í staðinn fyrir Bókajólin sem ég fékk aldrei!!!

12:51 AM  

Post a Comment

<< Home