Friday, May 26, 2006

9?

Klukkan NÍÍÍU heyrði ég í rosa bíl fyrir utan, hélt að ruslakallarnir væru komnir enn og aftur. Svo heyrði ég mikinn hávaða... "Búmm, Búmm, Búmm" ég leit út um gluggann, ekkert... Leit út um hina gluggana og sá út um sjónvarpsherbergis-gluggann risastóra gröfu með klóna á lofti og barði niður í stéttina í innkeyrslunni hjá nágrönnunum. Frábært, og ég sem hafði ákveðið í gær að fara seint að sofa þar sem ég mátti það. Núna kom mér ekki dúr á auga.
Hávaðinn hætti þó, svo ég gat farið aftur að sofa og ég svaf líka til kl eitt.
Já ég ætla að bjóða Hörpu og Evu í heimatilbúna pizzu í kvöld, Harpa er búin að staðfesta komu sína en ég á eftir að ná í Evu.
Ég heyrði í gær um einhvern skrímsla-ævintýra-leik sem einhverjar milljónir Evrópubúa spila á netinu á hverjum degi. Þessir einstaklingar fylgjast vejnulega ekki með keppnum eins og Eurovision og svoleiðis. Var mér sagt að þessri einstaklingar hafi þó ákveðið saman að kjósa Finnalnd vegna þess að það var þeim mest að skapi. Þetta er þá ástæðan fyrir að Finnarnir unnu!!! Samt eru svona margir sem eru fullkomlega sáttir við það að þetta varð raunin! Þýðir þetta virkilega að svona margir eru orðnir leiðir á þessum dæmigerðu Eurovision-framlögum og vilja fá tilbreytingu??? Ef Íslendingar myndu koma með ógeðslega týbískt Eurovision framlag á næsta ári þá myndum við örugglega vera eina þjóðin sem væri ekki með Þungarokk eða e-ð annað sem er frekar ódæmigert fyrir þennan Eurovision stíl!!! Hvað á máður að gera? Á maður að vera öðruvísi og senda lágmenningarlegt Eurovision popplag eða á maður að vera frumlegur eins og allir aðrir??? Þetta er víst stóra spurningin!!!

5 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

mmm, góð pizza ;)

1:55 AM  
Anonymous Anonymous segir:

jaha
ég er ennþá með sykursjokk..

1:42 PM  
Blogger Jóhanna María segir:

hahahaha Ég sofnaði ekki fyrr en klukkan fjögur sökum of mikils sykuráts... Ég verð að fara að byggja upp meira sykurþol bráðum ef ég ætla að búa með ykkur í tvær vikur í Tyrklandi....

3:56 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hehehehe!

5:59 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Very best site. Keep working. Will return in the near future.
»

11:00 AM  

Post a Comment

<< Home