Wednesday, May 17, 2006

Afturábak-áfram

Hælarnir voru blóðugir, hún vissi ekki hvað hefði gerst... Hún táraðist, aldrei hafði þetta farið svona gjörsamlega úr böndunum. Venjulega hafði þetta verið bara svona lítið í einu en í þetta skiptið var bara svo gaman, hún bara gleymdi sér. Hélt bara áfram og áfram, þangað til núna. Áhrifin voru horfin og hún var bara sú sem hún var, engin önnur. Ekki gat hún farið til baka, þá færi bara allt í steik. Af hverju fannst henni að hún gæti ekki farið til baka? Það hafði hún enga hugmynd um. Hún hélt bara áfram í áttina sem hún var að fara, það hlaut að leiða að einhverju. Hvar var hún eiginlega? Af hverju var allt eins og það væri ókunnugt? Af hverju gat hún ekki bara vaknað og allt væri eins og áður? Hvers vegna gat þetta ekki bara verið draumur? Það er alltaf þannig í bíómyndunum! Hún hélt áfram að ganga á tánum vegna þess að hælarnir voru blóðugir og hún vildi ekki fá sýkingu. Núna var farið að koma sár á tábergið líka en hún vissi að hún mátti ekki stöðva. Eitthvað hræðilegt myndi gerast ef hún myndi stöðva! En hvað? Hvað gæti svo sum gerst? Hún hélt áfram að ganga á táberginu en leit örsnöggt til baka. Hún sá ekkert, það var algerlega dimmt! Það var ekki svona dimmt þegar hún horfði áfram. Var þoka? Hún leit aftur fram á við en núna sá hún ekkert. Það var jafn dimmt og fyrir aftan hana. Hún stöðvaði. Ég heyrði öskur. Ég leit í kringum mig en sá engan, engan sem hefði getað gefið frá sér þetta einmanalega, tóma öskur. Ég tók annan skammt og hélt áfram að djamma með vinum mínum.

5 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

ehemmm já! En af hverju breyttist allt í einu úr hún í ég?

11:19 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

mjög spennandi færsla
kemur framhald?

6:39 PM  
Anonymous Anonymous segir:

AF því að "Ég" var að heyra öskur frá sjálfri sér sem ég var að segja frá.... Það var "hún" sen var að öskra en "ég" heyrði öskrið....

9:31 PM  
Anonymous Anonymous segir:

jaaá!!

10:27 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hahahahahaha, ég var á sykri og kaffi.......

1:43 PM  

Post a Comment

<< Home