Wednesday, May 17, 2006

Fréttir síðustu daga...

Var að skoða Google earth hjá Evu áðan... Djöfull er þetta skemmtilegt... Við sáum Eiffelturninn, Píramídana í Giza, Sfinxinn, hótelið okkar Hörpu í Króatíu, og margt fleira.... Fundum hins vegar ekki Kínamúrinn, held það sé vegna þess að þeir í Kína hafi ekki viljað gefa upp nákvæmari myndir af Kína. Einnig sést Ísland frekar illa. Ég sá í fréttunum einhverntíma að einhver kall, sem hafði teið loftmyndir af Reykjavík úr flugvél og vildi ekki selja Google Earth þessar myndir... Það var vegna þess að ef hann gerði það þá gæti hann ekki selt neinum öðrum myndirnar því þær væru alltaf aðgengilegar hjá Google Earth. Þess vegna eru bara gervihnattamyndir af Reykjavík...
Síðasta alvöru prófið var í dag, drulluerfitt stærðfræðipróf. Bara ritgerð á morgun, vona að það verði einhver skemmtileg efni að skrifa um, eithvað sem ég hef áhuga á og veit mikið um... Ef ég fell ekki í nenu og þarf ekki að taka endurtökupróf þá er ég bara eiginlega alveg búin... Svo bara Júróvísjón forkeppnin, vona að við komumst áfram....
Vííí America´s Next Top Model er í kveld klukkan 9... gaman gaman, það er einn af uppáhaldsþáttunum mínum....

2 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hehe Google Earth er soldið sniðugt ;)

9:38 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

jáh gaman að gúgla jörðina en ekki þegar sumir ,missa sig alveg yfir því'...
haha

6:37 PM  

Post a Comment

<< Home