Stillimynd
Ég er bara einfaldlega ekki útbúin með hæfileikann til að einbeita mér að hverju sem er!!! Ég þarf alltaf að vera gera eitthvað annað en ég þarf að gera.. Kannski er ég bara á einhverju mótþróaskeiði. Held samt ekki, því ef svo er, þá hef ég verið á því óvenjulega lengi.. Það er samt eins og þetta leysi á hæfileikanum til að einbeitingar sé svona valgegndræpt eins og himnurnar á frumunum okkar!! Ef ég er að gera eitthvað skemmtilegt þá er eins og þá himnan opnist, ef ekki springur og öll einbeitingin kemst inn, þ.e. ég get beitt öllum huga mínum á þennan skemmtilega hlut.. Ef, hins vegar, hluturinn sem ég á að vera að framkvæma er leiðinlegur og frekar óspennandi, þá er eins og fruman bara loki sér algerlega, ekkert kemst gegnum himnuna og einbeitingin kemst bara ekki í átt að námsefninu!!! Eins og núna, mér finnst gaman að blogga, þ.e. að skrifa niður bullið mitt og neyða aðra til að lesa það, einbeitingin er í fulkomnu hámarki, ég er ekki að hugsa um neitt nema það að blogga.... Sama gerist ef ég er að horfa á sjónvarpið... Harpa þekkir þetta og flestar aðrar vinkonur mínar, þar sem ég bara er ekki viðræðuhæf ef sjónvarpið er í gangi, jafnvel þótt það sé grútleiðinleg mynd í gangi... Og jafnvel þótt stillimyndin á RÚV er í sjónvarpinu, þá fer smá af athyglinni minni í það að fylgjast með, ef hún skyldi nú allt í einu breytast.
Já, athyglin er undarlegt fyrirbæri!!!
Já, athyglin er undarlegt fyrirbæri!!!
2 Comments:
Sammála, þetta einkennir oftast próflestur minn i Eðlisfræði, sérstaklega í bylgjuköflunum, áhugaminnsta dóterí í heiminum, erfitt að halda einbeitingu þar!
já ég fór eiginlega ekkert í þá vegna þess að það er svo stutt síðan við vorum í þeim, hins vegar var ég að ergja mig á námsefninu síðan í fyrra,ekki gaman. en já held sam ét nái alveg eðilsfræðini, ef ég var gjafmild að stig í prófinu þá fékk ég svona 7 en ef ég var vond þá fékk ég svona 5 svo ég held ég nái alveg!!!
Post a Comment
<< Home