Tuesday, May 09, 2006

Hnetusmjörsdrengurinn

Jæja, búin með 6 próf og á eftir 5 próf!!! Líffræði, franska, eðlisfræði, stærðfræði og íslensk ritgerð. Ég kvíði sérstaklega fyrir stærðfræðinni og solldið fyrir eðlisfræðinni. Svo verður franskan örugglega dálítið erfið. Annars held ég að allt hitt reddist ágætlega.
Mér þótti efnafræðiprófið frekar erfitt og gekk mér, satt best að segja, ekkert voðalega vel í því.
Þegar ég kom í vinnuna eftir prófið þá var ég svona frekar svekkt og leið.
Ég hef eignast svona viðskiptavin sem þekkir mig... Hann er Ameríkani og talar "Amerísku"... hehe... Hann kom, einu sinni á kassann hjá mér og spurði um pappír af því að hann var nýbúinn að missa hnetusmörskrukkuna, sem hann var nýbúinn að kaupa, og hún smassaðist í gólfið... Ég var ekkert sérstaklega hjálpleg því ég vissi eiginlega ekkert hvað pappírinn var og benti honum á næsta kassa!! Það var sko nóg að gera hjá mér... Í dag kom hann aftur, ég kannaðist aðeins við hann, en mundi ekkert hver hann var... svo segir hann e-ð :"hey how are you doing?", mér þótti það frekar skrítið að viðskiptavinur skyldi ávarpa mig á þennan hátt.... Ég bara svaraði hálfhikandi:"eh, fine".... Þá sagði hann:"I´m not buying any peanutbutter today"... Þá kviknaði ljós í kollinum, já auðvitað... Ég svaraði:"Oh, right, you´re the peanutbutter-boy"...
ókey þetta var soldið fyndið, í alvörunni!!!
Af hverju gat mér ekki gengið svona vel í munnlegu enskunni????

4 Comments:

Blogger Lati Strumpur segir:

hahahahahahaha
,,the peanutbutter-boy"
L-O-L sko
haha ;)

3:57 PM  
Anonymous Anonymous segir:

aha....OMG þúst... Held það hafi komið soldið á hann!!! hehehe

5:56 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hehe ég hefði viljað vera vitni að þessu! Greinilega gaman í vinnunni!

10:36 PM  
Anonymous Anonymous segir:

je ræt..... hlakkaðu bara til hehehehehe

10:42 PM  

Post a Comment

<< Home