Tuesday, April 11, 2006

Magnifique!!!

Jeij... Ég er komin á netið í minni eigin tölvu. takk æðislega Daði tölvugúrú. Ég hef saknað þess svo ofboðslega mikið að geta ekki tjáð mig á almannafæri.
Ég ætla að þýða fyrir ykkur ljóðið sem ég ætla mér að lesa upp í munnlega frönsku-stúdentsprófinu, og hér kemur það:

Ég fór á fuglmarkaðinn,
og ég keypti fugla,
handa þér,
ástin mín
Ég fór á blómamarkaðinn,
og keypti blóm,
handa þér,
ástin mín.
Ég fór á járnvörumarkaðinn,
og keypti keðjur,
þungar keðjur,
handa þér,
ástin mín.
Og svo fór ég á þrælamarkaðinn,
og ég leitaði þín,
en ég fann þig ekki,
ástin mín.
Hvað finnst ykkur? Skemmtilegt, ekki satt???

5 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

já soldið spes!!! Ég sá fyrir mér svona nýlendustemmningu þar sem e-r vitgrannur hvítur ógeðslegur kall var að kaupa sér þræl...
kannski er e-ð dýpra á bak við það!?!
Það byrjar allavega vel ;) Líst vel á það!!

1:19 AM  
Blogger Lati Strumpur segir:

haha flott ljóð! mjög frumlegt..
er þetta allegóría? minns bara spyr.
annars er ég ekki að fatta pointið með þessu ljóði.

12:55 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Ég fatta ekki ljóðið sjálf, en það er bara gaman, þá legg ég bara áherslur á vitlausum stöðum í leikrænu tjáningunni minni hehehehe...

12:31 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hehe það getur náttúrulega enginn rengt þína túlkun ;)

2:25 PM  
Anonymous Anonymous segir:

nýjasta bloggið er á www.blog.central.is/maskina

3:56 PM  

Post a Comment

<< Home