Litríkt kvart...
Djöf-ull er þetta lag (I´ve never been to me, með Charlene) kveljandi. Hluti af sál minni er fleginn lifandi í hvert sinn sem þetta lag sleppur inn fyrir mín eyru. Því miður gerist þetta ósjaldan því þetta er eitt af vinsælustu lögunum á Létt 96,7, og þar sem ég vinn í Hagkaup, musteri létt 96,7 þá er aðeins lítill hluti af sál minni ófleginn... Ég spennist öll upp við að heyra þetta lag og langar helst til þess að hlaupa um öskrandi og halda fyrir eyrun mín þegar þetta þag er spilað. Ég er þess fullviss um að djöfullinn hafi samið þennan texta. Svo er alveg sérstaklega pirrandi hvernig þessi kjelling syngur viðlagið vegna þess að hún andar svo mikið út á "I´ve" að það er sem hún segi "hive"... Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu illa þetta lag fer með sál mína, nema þið séum sammála mér í þessu!!
Hey pabbi ætlar að kaupa svona plötu sem hægt er að festa á vegginn við rúmið, og mála hana hvíta. Svo má ég mála það sem ég vil á hana, er að spá í eitthvað litríkt og skemmtilegt. Komin með nokkrar hugmyndir, heldur flóknar en skemmtilegar!!! Þetta verður svooo skemmtilegt!
Hey pabbi ætlar að kaupa svona plötu sem hægt er að festa á vegginn við rúmið, og mála hana hvíta. Svo má ég mála það sem ég vil á hana, er að spá í eitthvað litríkt og skemmtilegt. Komin með nokkrar hugmyndir, heldur flóknar en skemmtilegar!!! Þetta verður svooo skemmtilegt!
7 Comments:
hehe...ég kannast reyndar ekkert við þetta lag ;)
Mér finnst að þú ættir að mála tvíburamerkið á plötuna þar sem þú ert tvíburi...eða bara gera eitthvað mósaíklegt!!!
æj það er e-ð svo klént að gera tvíbura!!! Finnst mér!!! kannski ég geri bara pínulítið merki í eitt hornið, bara til að nota hugmyndina þína.. haha djók, þetta er ekki afleit hugmynd en mig langar að gera e-ð mynstur.... en það kannski soldið kúl að gera tvíburamerkið í eitt hornið, hugsa út í það.. haha
tvíburamerkið er bara kúl merki!
ég kannast heldur ekki við þetta lag, kannski ef ég heyri það!
úú ég myndi mála það blátt (sjó) og gera öldur og hvali og stjörnur og tungl og krossfisk og kolkrabba og sæhest og auðvitað höfrunga og kuðunga :))
íhíhíí
æj nei, sjávardýr eru svo krípí e-ð... geta andað neðansjávar....
Æj þetta er lagið þarna... I´ve been to paradise, but i´ve never been to me!!!!
ugghhh ég veit hvaða lag þetta er... skipti þegar það kemur!
Ekki á ég eins gott, ekki get ég skipt um stöð í Hagkaup.... arrrg, langar helst að pása bara á fólkið í þessar múnútur, sem þetta lag stendur yfir, og labba út...
Post a Comment
<< Home