Tuesday, April 11, 2006

Speglúreringaríngar in Johannas offer...

Góðan dag... Því miður, fyrir ykkur, elsku lesendur mínir, þá hefur veraldarvefurinn heima hjá mér, verið í ólagi. Því hef ég ekki getað komist á netið og þar af leiðandi ekki getað bloggað... Þar sem ég er hjá henni ofursnotru vinkonu minni, Evu Maríu, hef ég krafist þess að komast á netið hjá henni og fá að bogga eitt lítið blogg, allt handa ykkur.
Páskafríið er búið að vera yndislegt og hef ég getað sofið og etið sem mig lystir. Enda hef ég bætt á mig allmörgum grömmum af súkkulaði og góðgæti. Er staðföst á því að taka mig á eftir vorprófin.



Ég hlakka til að komast í sæluna í sveitinni í Borgarnesi, í bústaðinn, þar sem hann Halli mun fara á kostum í eldhúsinu... Svo má ekki gleyma súkkulaðiegginu á páskadag, en það mun ekki lifa lengi, eggið það.... Verði mér að Góu...


Ætli kaktusar, sem ekki blómstra, stundi kynlausa æxlun? Hvernig flokkast kaktusar eiginlega? Eru þeir blómplöntur???

4 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

mmm súkkulaði....get varla beðið!!

1:22 AM  
Blogger Lati Strumpur segir:

jess súkkulaðiegg!
já ég er ennþá að pæla í þessu með kaktusana.. ef að þeir missa part af sér, vex þá nýr einstaklingur af honum? eða skjóta þeir upp rótum hér og þar?
ég er alveg -l-o-s-t- skiluru

12:58 PM  
Anonymous Anonymous segir:

nei ég held að það vaxi ekki upp nýr kaktus... eða er það!!??!! Æi maður þarf ekki að vita allt!

7:04 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hehe satt er það...

12:32 PM  

Post a Comment

<< Home