Friday, April 21, 2006

Meðvitund, eða ekki meðvitund?

Vá, það er eins og einhver hafi stolið meðvitundinni minni er ég kom heim úr skólanum í dag!!! Ég bara steinsofnaði í keng í sófastólnum inni í stofu með Petit Prince í hægri hendi.. Vankaði svo við mér klukkutíma seinna og sofnaði aftur í stóra sófanum við hliðina, eftir að hafa klöngrast þangað, grútsyfjuð og hálfmeðvitundarlaus!! Þetta var sá allralengsti skóladagur, innan veggja skólans, sem ég hef á ævinni upplifað... Ekki nóg með það að í verklegri efnafræði ákvað kennarinn að hafa tvöfaldan bóklegan tíma, heldur ákvað stærðfærðikennarinn okkar það að hafa aukatíma, eftir skóla, í STÆ. Ég sem sagt kom heim klukkan hálffimm.. Einnig er ég að fara í próf í munnlegri frönsku á morgun um eitt-tvö leitið og ég er ekki neitt búin að undirbúa mig, ég bara hreinlega nenni því ekki!! Ekkert voðalega sniðugt þar sem þetta er stúdentspróf!!! Ég er þó búin að læra utanað ljóðið sem ég ætla að flytja, svo þetta verður víst alltí lagi, ef ég finn einhverjar glósur úr L'heure de Crime, bókinni sem svo undarlega vill til, er týnd í augnablikinu... Æj, þetta reddast, er það ekki?
Yfir í allt aðrar nótur!!! Er þó ekki viss um að nokkuð annað en hið dularfulla meðvitundarleysi mitt, rúmist fyrir í heilanum mínum akkurat núna!!

6 Comments:

Blogger Lati Strumpur segir:

oj, ekki gaman að vera lengur í skólanum, sérstaklega ekki á föstudegi :P
Gangi þér vel með frönskuna, jú þú reddar þér bara með google/sparknotes..

7:22 PM  
Anonymous Anonymous segir:

þú gerir bara þitt besta! Talaðu sem mest! ;)
Gangi Þér vel, hoggatuff!

8:30 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Hvenær er annars munnlega þýskan hjá ykkur???

10:41 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

sunnudaginn ..

12:05 AM  
Anonymous Anonymous segir:

Gangi ykkur vel.. Ég var í prófi áðan, og gekk bara ágætlega held ég.... Fór síðan að labba laugarveginn(la rue de piscine) með mömmu..

5:07 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Gott að þér gekk vel ;)

10:49 PM  

Post a Comment

<< Home