Saturday, April 22, 2006

Auðlesið

Ég er búin að lesa greinina sem ég valdi í ensku einu sinni og er ekki að skilja orð... Valdi greinina um fóstur-klónun. Helga fær sko að hjálpa mér.

Fjölskyldan kom til okkar í matarboð og fengum við að eta stórt lambalæri með rauðkáli, maísbaunum, svartri sósu og karamellukartöflum. Í eftirrétt fengum við vanilluís með jarðaberjum, ferskum ananas og súkkulaðisósu.

Ég svaf áðan, áður en fjölskyldan kom í mat, yfir Sigurrós og gamla disknum með Emiliönu Torrini, Merman. Merman er langbesti diskurinn hennar... Flugufrelsarinn er uppáhaldslagið mitt með Sigurrós. Sérstaklega textinn, hann er bara eitthvað svo súrrealískur.

Úff, ég er svo södd (andvarp).

Ég verð að læra eitthvað á morgun...

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hehe, ég er ekki búin að vera allt of dugleg að læra! Hef samt tvo daga áður en alvaran byrjar fyrir alvöru!!!!

10:08 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

já mig minnir að textinn í laginu ,,Flugufrelsarinn" með Sigurrós sé súr..
titillinn er það líka

10:11 PM  
Anonymous Anonymous segir:

jáms.... ég nenni heldur ekki að læra.. Flugufrelsarinn er flottur fír

10:16 PM  

Post a Comment

<< Home