Friday, May 19, 2006

Faaaaaallin, með þrjá komma tvo!!!!!

Ef þetta er ekki tíminn til þess að byrja að trúa á guð þá veit ég ekki hvað!!! "Elsku, yndislegi, dásamlegi, frábæri.... guð. Gerðu það , ekki láta mig falla"..... Þar sem ég og árgangurinn minn er búinn að vera að streða í þrjár vikur og fara í ellevu próf á þessum tíma þá eigum við öll klapp og hrós skilið. Ef ég fell þá mun ég brotna saman og verða að engu, ég er ekki viss um að ég myndi höndla það! Ég get bara ekki hugsað mér að fara í eitt prófið- eða tvö, í viðbót, ég er bara ekki til þess gerð að taka á móti svona miklu stressi. Enda er ég búin að vera með heiftarlegan höfuðverk í gegnum öll þessi próf. Í nótt hélt ég að ónæmiskerfið mitt myndi algerlega gefa sig og hleypa inn öllum gerðum af sníklum því ég vaknaði klukkan fjögur í nótt með svakalegan hausverk og horstíflu í vinstri nös. Reyndi að harka það af mér í nokkrar mínútur en hélt ekki lengur út en það, staulaðist niður og tók Íbúfen. Sofnaði svo hálftíma seinna. Ég er að fara í vinnuna eftir tvo klukkutíma að sitja við kassa og afgreið fullt flæði af viðskiptavinum. Ákvað svo að taka að mér aukavakt á sunnudaginn.
Eftir prófið í gær fórum við Harpa og Eva í skífuna og keyptum okur alar eitthvað þar. eva keypti sér einhverja skemmtilega þætti með David Attenborough og Harpa keypti sér Júróvísjón diskinn. Ég festi kaup í Disknum með Snow Patrol, svona stelpurokk... Diskurinn er allt í lagi en þerfnast frekari hlustunar þar sem ég er bara búin að renna honum í gegn tvisvar.
Ekki láta mig falla!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

3 Comments:

Blogger Lati Strumpur segir:

jáh það eru örugglega flestir stressaðir yfir einkunnaafhendingunni..
mig dreymdi til dæmis eitthvert línurit yfir einkunnunum mínum þar sem það var bein lína yfir 4 hahahaha

4:43 PM  
Anonymous Anonymous segir:

æj, en þú náðir þó!!!

10:40 PM  
Anonymous Anonymous segir:

jamm vonandi náum við allar!

6:17 PM  

Post a Comment

<< Home