Wednesday, May 24, 2006

Svo dásamlegt

Það er yndislegt, ég elska það. Það fyllir mig unaði og löngun. Vekur mig og gefur mér von. Það er orð, aðeins eitt lítið orð... Orðið er "stóðst".
Mikið óskaplega varð hjartað mitt litla glatt þegar ég hafið rifið eikunnaspjaldið úr umslaginu og litið neðst á blaðið. Þar var þetta yndislega orð, svo smátt en samt svo þýðingamikið og þægilegt. Þetta orð þýðir nefnilega svo margt. Það þýðir að ég þarf ekki að hafa meiri áhyggjur af endurtökuprófum né þarf ég að taka árið aftur. Það þýðir ekkert meira stress fyrr en næsta haust. Núna þarf ég bara að reyna að finna leið til að láta tímann líða hraðar þangað til ég fer til Tyrklands.
Ég ætla að mála einn vegginn í herberginu mínu og breyta honum í listaverk, eða það er planið. Svo veit ég ekki meira, ég þorði ekki að pæla meira í sumrinu fyrr en ég var viss um að ná prófunum.

3 Comments:

Blogger Lati Strumpur segir:

Til hamingju með einkunnirnar enn og aftur :)

10:25 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Þakka þer fyrir enn og aftur... og sömuleiðis enn og aftur...

10:37 PM  
Anonymous Anonymous segir:

bara hafa það notalegt! Til hamingju báðar 2 enn og aftur!

6:28 PM  

Post a Comment

<< Home