Sunday, May 21, 2006

FINNLAND ROKKAR

Já stundum getur maður verið sannspár!!!
Mamma og pabbi héldu Eurovisionpartý og gestalistinn samanstóð af eftirtiöldum nofnum: Mamma, pabbi, ég, Svansa systir, Halli maðurinn hennar, Rakel og foreldrar Halla. Þessi samsetning þýðir góður matur, allavega þriggja rétta máltíð, tvær-þrjár hvítvínsflöskur, rauðvínsflaska, ótaldir bjórar, wiskey og koníak. Þannig að allir, nema náttúrulega Svansa, Ég og hin þriggja ára Rakel, voru orðnir "smá" hífaðir þegar að Eurovision kom. Svo varð fólk enn hífaðra á meðan Eurovision stóð. Fólk ákvað að halda smá veðmál eftir keppnina og allir áttu að skrifa niður á blað, þrjú lög sem hverjum og einum þótti sigurstranglegast. Þar sem það átti að keppa um rauðvínsflösku ákvað ég bara að skrifa niður þrjú lög sem mér þótti skemmtilegust, ég var ekkert áköf í að vinna eða neitt svoleiðis. Þegar úrslitin voru ljós voru úrslit litla veðmálsins okkar einnig ljós. Ég, litla krúttið sem ekki drekkur, hafði unnið þar sem ég hafði skrifað niður á blaðið þrjú efstu sætin, Bosnia, Rússland og Finnland. Ekki gat nú dugað að gefa mér skitna rauðvínsflösku. Svo fólkið ákvað að gefa mér bara þúsundkall á kjaft. Ég verð nú að viðurkenna að hef smá samviskubit yfir að hafa féflett þetta saklausa, drukkna fólk. Ég reyndi mitt besta að fá fólk til að stilla sig aðeins og sagði meðal annars að þetta væri nú alger óþarfi, þetta var nú orðið dálítið dýrkeyptara en ein rauðvínsflaska en fólkið streittist á móti og lét mig lofa að eyða penngnum í vitleysu. Þar sem það er ógerlegt að rökræða við fólk undir áhrifum fór ég í kringluna með Hörpu og veðmálssjóðinn og keypti mér dýrlegan doppóttan grænan bol, krúttlegar fiðrildaspennur og Subway.

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hehe og þá var att bú!!!

Ætlum við ekki í bæinn á miðvikudaginn??? Eða eitthvað annað.

3:26 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

hahahaha

mér datt samt ekki í hug að Finnarnir myndu vinna..!
það eru greinilega fleiri en bara gamla fólkið og hommar sem kjósa..

4:24 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Ég var heldur ekkiert á því að finnar myndu vinna!!!! Ég bara giskaði og fylgdi hjarta mínu hehehe

2:28 PM  

Post a Comment

<< Home