Friday, June 02, 2006

Endalaust þvaður um tímaleysi, og svo geri ég aldrei neitt!!!

Já mér hefur verið hafnað af tímanum.... Afmælið mitt gekk í garð á miðnætti síðustu nótt og gekk út úr honum fyrir nokkrum mínútum.... Hún varð nítján ára, þessi snót sem þetta skrifar og er hún nokkuð stolt!! Margir hafa reynt að segja mér að það er ekkert spennandi að verða nítján ára vengna þess að það gerist í rauninni ekkert, maður fær engin réttindi, bara hengur einhvernveginn milli steins og sleggju, bíðandi eftir því að verða tvítugur...
Ég hef fundið galla við það að verða tvítugur og gallinn er sá að þá er maður kominn á þrítugsaldurinn!!! Það er risaskref að komast á þrítugsaldurinn, vá... Maður þarf að fara að pæla í hvort maður vilji stofna fjölskyldu og hugsa út í hvað sé hagkvæmtast að læra í Háskólanum og bráðum þarf maður að fara að flytjast út af Hóteli mömmu og pabba!!! Jæks.... Það eru ýmsar ákvarðanir sem þarf að taka í sambandi við lífið og gæði þess!!!

En já, kosturinn við það að verða nítján er sá að maður er allavega ekki enn kominn á þrítugsaldurinn..

Á laugardaginn koma stelpurnar svona "late" afmælisveislu og ég ætla að baka handa þeim pizzur og köku!!!

Ég held ég hætti bara hér með mínar þráhyggjur á aldri og tíma.... En er tíminn ekki afstæður hvort eð er???

Æ hvað er ég að baula?? Ég er enn bara lítill menntskælingur í blóma lífsins og vonandi blómstrar þetta líf mitt lengi og vel...

2 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

vá, æi bara fínt að vera 19, hehe. Meina maður þarf ekkert að stofna fjölskyldu.

12:57 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Your website has a useful information for beginners like me.
»

11:00 AM  

Post a Comment

<< Home