Sunday, June 04, 2006

Jarí-Jarí-Jarí

Jamms, mig langar hér með að þakka öllum sem sáu sér fært um að koma í afmælið og þeim sem gáfu mér afmælisgjöf.... Ég fékk rosalega sæta rauða tösku sem mun nýtast vel hér heima og í Tyrklandi, svo fékk ég eyrnalokka. Fékk einnig allar Narniu bækurnar, svo fékk ég Englar og Djöflar eftir Dan Brown. Frá sama aðila fékk ég tréarmbönd. Einnig hlotnaðist mér The mammoth book of IQ Puzzles, held þetta sé einhverskonar tákn frá gefanda!!! Svo var mér gefið flott hálsmen úr stórum bleikum glerperlum og níðþungt og frá sömu manneskju fékk ég spennu í hárið og póstkort með tígrisdýri. Svo fékk ég einnig rauða rós og skó. Einnig hlotnaðist mér hinn stórskemmtilegi geisladiskur með Red Hot Chilipeppers, Stadium Arcadium.
Ég vona svo sannarlega að ég sé ekki að gleyma neinum og vil ég alls ekki vera kennd við að vera vanþakklát.
Ég er farin að hlakka óeðlilega mikð til að fara til Tyrklands, og ég vona að ég sé ekki að gera mér of miklar vonir!!!! Vonandi lendum við ekki á samliggjandi svölum með fólki sem ælir út um allt og kemur blindfullt heim klukkan 5 á næturna og vekur mann. Ekki það að við séum einhverjir partýpooperar, en við viljum líka fá smá prævasí og stundum er æskilegt að fá að sofa... Vona bara að mestu partýljónin geri sér grein fyrir því að það eru sumir í þessari ferð sem nenna ekki eilífu partý-pöbbastandi og, ja... Reyni að fá herbergi á hinum enda hótelsinis þar sem öll hin partýljónin halda til!!!

6 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Eins gott að við fáum að vera í friði á svölunum.

8:20 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hehehehe
,,krakkar fariði að sofa! hættið þessum látum!!"
mér finnst partypooper flott orð haha

8:57 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hahaha....
við verðum bara að finna upp einhverja strategíu, eins og að setja svefnlyf í drykkinn þeirra eða kaupa svefngas og gasa því svo inn til þeirra þegar þau fara að pirra okkur!!!!

10:02 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hahaha!!!!

10:38 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

hehe rosa fjör

10:36 AM  
Anonymous Anonymous segir:

This site is one of the best I have ever seen, wish I had one like this.
»

11:00 AM  

Post a Comment

<< Home