Saturday, June 03, 2006

Skons?

"Það er alveg ótrúlegt hve margir djöfladýrkendur eru hérna á íslandi!!! Ef maður er ekki að leita að þeim þá tekur maður bara ekkert eftir þeim, en ef maður fer að leita að þeim þá eru þeir alveg ótrúlega margir!!!".... Þetta sagði ónefndur ættingi minn um daginn, og þetta sagði hann einnig... "Núúú, er þetta djöflaterta? mér er svosum alveg sama um að ég sé að borða hana, en ég myndi ako aldrei kaupa svona köku sjálfur, þetta er hrein og bein markaðssetning fyrir djöfladýrkendur, ég tek sko ekki þátt í svona vitlaysu!!"....

Segir meira um hann sjálfan en einhverja djöfladýrkendur sem eru að taka yfir heiminn með súkkulaðitertur að vopni!!!

Ekki það að ég sé einhvað að dýrka djöfulinn eða neitt svoleiðis, mér finnst bara skondið og pínu sorglegt að horfa upp á fólk vera að velta sér upp úr svona löguðu þegar Bush, "guðs maður" (eða það kallar hann hann), flippar og fórnar þúsundum manna, með ódýra afsökun á lofti, fyrir eigin mistök og asnaskap...

1 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hehe!

Flott nýtt útlit ;) Kúl klukka!

12:55 PM  

Post a Comment

<< Home