Wednesday, June 07, 2006

Jamms, langt síðan ég bloggaði síðast...

Ég fór á afsláttakvöld í hagkaup núna rétt áðan og fékk smá kaupæði!!! Keypti mér Jeff Who geisladisk, bol með babúsku framaná, leðursandala, gott krem og andlitssápu.
Byrjaði í gær að lesa "Magician's Cousin", fyrstu bókina í Narníu sjö-lógíunni!!!
Ég er ennþá að bíða eftir að pabbi setji upp þessa plötu upp yfir vegginn svo ég geti farið að mála, eða allavega sketcha.... Ég ætla að hafa svona Epla-þema... þ.e. neðst verður Newton sofandi með hattinn yfir hausnum, fyrir ofan hann er grein með einu epli, var að spá í að hafa íkorna að vera að naga í eplið svo það detti, smá tilvísun í Ratatosk.... svo ætla ég að teikna snák sem hringast í kringum tréð/greinina... tilvísun í Evu og Adam.... Svo verður hinum megin á veggnum svona gömul og hrum nornahönd, haldandi á epli, þ.e. vonda stjúpan í Mjallhvít.... svo verð ég að finna stað fyrir eitt gyllt epli sem á stendur Afródíta.... Svo þarf ég að finna góða útfærslu á yngingar-eplum Iðunnar... Ef þið hafið einhverjar fleiri hugmyndir um eplatengt efni þá endilega látið mig vita!!!!!

10 Comments:

Blogger Lati Strumpur segir:

úúúú geðveikt góð hugmynd,
æ læk itt verí mötsjh :)

10:36 AM  
Blogger Lati Strumpur segir:

hvað með new york?

10:40 AM  
Blogger Lati Strumpur segir:

the big apple
úje

10:41 AM  
Anonymous Anonymous segir:

UuuU það er geðveik hugmynd!!!! bara spá í útfærslu!!! hmmm.... svarta skýjaturna!!! mengun. hehe, hmmm, hugsi hugs...

10:35 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

jukk nopes..
what about Statue of Liberty,
'ya know?

1:29 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

sem heldur á epli í stað kyndils?

1:29 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

ach þetta er þinn höfuðverkur ;)
tíhí

1:30 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hehehe sé frelsisstyttuna fyrir mér með ormétið epli í höndunum.

9:09 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hahahaha... í staðinn fyrir þanra Freslis-eldinn hhahahha

12:03 AM  
Anonymous Anonymous segir:

eða þá stórt epli sem heldur á The Statue of liberty.. hahahahha

12:04 AM  

Post a Comment

<< Home