Tuesday, June 20, 2006

Viðvarandi andleysi og ritstífla

Algert andleysi ríkir nú yfir mér og hef ég ekki fengið eina einustu hugmynd um blogg fyrir ykkur. Þetta andleysi er ekkert á leiðinni í burtu á næstunni og því hef ég ákveðið að halda áfram að skrifa óáhugaverð blogg þangað til eitthvað fera að birta til í hugarheimum mínum, eða þangað til eitthvað áhugavert gerist!!

Eva á afmæli á næstunni og ætlar hún, þessi bráðum verðandi 19 ára mær, að bjóða okkur Hörpu í bústaðinn sinn um helgina og munum við gista þar í 1-2 nætur í tilefni dagsins. Höfum vér pantað góða veðrið og vonum bara að sú pöntun standist!
Ég skora á veðrið að úthella sínum tilfinningum, eða hvað sem er að því, og nýta bara einn dag í að rignaog blása, í stað þess að vera að gefa okkur falskar vonir um sól og sumar fyrir hádegi og bleyta svo þessa drauma okkar með rigningarslettum eftir hádegi!! Þetta er engan vegin hollt fyrir nokkra sál og því skora ég á ykkur Vindur og Rigning, að klára þetta vesenisástand og verða aftur eins og eðlilegt veður á að vera, annað hvort sól og gott veður eða rigning og rok!!! Helst eru þó áðurnefnd veðurfyrirbæri, sól og gott veður, velkomið, enda vonirnar ansi oft búnar að bresta!

Ég fór, eins og margur glöggur hefur tekið eftir á msn, í Power Jóga á mánudaginn. Var án efa sú allra stirðasta og aumasta í öllum salnum! Í morgun, er ég vaknaði um 2-leytið, uppskar ég erfiðið og fylgdi margur og mikill verkur í kjölfarið! Rasskinnarnar, lærin, axlirnar, hendurnar, allt morandi í harðsperrum og eymslum! Hef ég verið að staulast upp og niður tröppurnar í íbúðinni haldandi dauðataki í handriðið svo skrefin verði léttari og minni áreynsla verði á fæturna, en eymslin færast þá bara yfir í efri part líkamans. Vonandi verður morgundagurinn betri!

Er ekki eitthvað skemmtilegt og smellið í sjónvarpinu í kvöld??

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Það er svo sem frekar illa leikinn franskur þáttur, reyndar endursýndur.
Ég skil harðsperrurnar þínar!!!! :p

8:21 PM  
Blogger Lati Strumpur segir:

já, sól og sumar um helgina takk!
:)
power jóga? ofur jóga?
awww get ímyndað mér harðsperrurnar!
já það er snilldar þáttur.. reyndar á stöð tvö... kl 22:20 sem heitir ,,Curb your enthusiasm" með Larry David einn af þeim sem samdi Seinfeld þættina. Verðið að tékka á því ef þið farið í heimsókn til einhvers með tjannel tú..

9:55 PM  
Anonymous Anonymous segir:

jamms. ég horfði reyndar ekkert á sjónvarpið í gær vegna þess að ég fór á fjölskyldumynd í bíó með mömmu og pabba, R.V. frekar vond mynd, en ágætlega áhorfanleg....

Það var einhver viðbjóðslegur kúkabrandari í gangi, sem ég hafði ekki beint lyst á að hlægja að, og einhver, sem sat nálægt mér, prumpaði og það kom viðbjóðsleg fýla!!! Ekki mjög girnilegt...

Til hamingju með afmælið Eva Sleva Lati Strumpur!!! Ég fór í dag í bæinn að kaupa handa þér gjöf...

10:24 PM  

Post a Comment

<< Home