Sunday, June 11, 2006

Smá svona hvatningarblogg.. eh

Jájá.... Ræktin, sem átti víst að vera mitt annað heimili, áður en ég færi til Tyrklands, ekki beint skemmtilegasti staður í heimi, enda miklu þægilegra að "flat"maga uppi í rúmi með góða bók og lesa. Eða jafnvel sitja uppi í sófanum, horfandi á einhverja sorp-B-klassa-kvikmynd með súkkulaðistykki í hönd... Úff... Kílóin hafa ekki beinlínis hrunið af mér, heldur frekar mér ef satt skal segja... Svo er auðvitað grill á hverju kvöldi, pylsur og hamborgarar, ekki beint hollasti matur í heimi, og ekki er ég sú besta í því að neita mér um fleiri pylsur með steiktum og tómat.... Já ég veit, eintómar afsakanir. Okei, ég þarf að taka mig á!!!

Stífluhreinsirinn "Clogmaster"

Aukakílóa-aflakóngur.
Kransaæða-kítti safnast
upp í stóra stafla
enginn vill við mig býtti hafa
Fita í stað blóðsafa
Æðarnar snarstíflast
Læknirinn lærir pípulagnir
Ég er ekki að fíflast
Ég held ekki að þú fagnir
mínum dauða
Þar sem mitt blóðið rauða
er ekki lengur svo rautt
heldur meira hvítt,
líkt og fita
það skaltu vita!!

4 Comments:

Blogger Lati Strumpur segir:

smekklegt ljóð

10:54 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hehe jamms... hvernig var í bústaðnum???

9:42 AM  
Blogger Lati Strumpur segir:

jee
bara fínt.. ef ég tel endalausu rigninguna í gær ekki með, haha

12:48 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hohoho

2:54 PM  

Post a Comment

<< Home