Friday, June 23, 2006

Leggjum bönn á Aftersönn

Yellow allir saman.... Hvað segiði gott í dag kæru félagar? Það er búið að vera svo dásamlega gtt veður síðustu daga og vonandi helst þetta fram á a.m.k. sunnudag.. Krossleggjum puttana...
Kláraði 5. Narniu bókina...
Hvað er eiginlega langtí að við förum til Marmaris?? Með næsta launaseðli mínum fæ ég orlofsuppbót (líklegast bara einhver 2000 kall) gaman gaman, það er alltaf gaman að fá pening!

Ég las einhverja grein í mogganum (við hliðina á teiknimyndasögunum) að einhver gaur er kominn með nýyrði yfir "After sun"... Hann/hún vill kala það brunabótakrem og þykir mér það hreinasta snilld og mjög nothæft orð. Reyndar hefur það fleiri atkvæði en orðið "sjálfrennireið" og allir vita nú hvernig það orð fór!!! Beint í vaskinn!!! Veit samt ekki hvort það var atkvæðafjöldinn sem fargaði orðinu eða sú staðreynd að þetta er afskaplega leiðinlegt orð, en ef síðari ástæðan er sú sanna þá á brunabótakremið sér ágætar lífslíkur. Það hefur a.m.k. smá "sjarma" yfir sér þar sem það er smellið og ekker voðalega óþjált!! Brunabótakrem/Aftersönn??? Nei, það fyrra er betra og íslenskara, eru ekki allir sammála mér???

Eftir að sólin hefur stungið
og svo brennt af þér alla húð
Endalaust getur þú sungið
Því brunabótakremið er svo god....

Ekki flottur auglýsingafrasi?

7 Comments:

Blogger Lati Strumpur segir:

,,Munum eftir að kaupa nógu mikið af brunabótakremi fyrir Tyrklandsferðina!!!"
hljómar skemmtilega..

10:57 AM  
Anonymous Anonymous segir:

haha jámms

11:02 PM  
Anonymous Anonymous segir:

sie ist die hellste stern forn alle!!!! Er þetta rétt skrifað???

11:11 PM  
Anonymous Anonymous segir:

von allen... ;) nokkuð gott!!

Annars líst mér betur á aftersönn heldur en brunabótakrem, það yrði samt sjálfsagt frekar notað í djóki!!

8:12 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Æj aftersönn er ekkert skemmtilegt!!! En hvað með sólbrunakrem? eða kælikrem?

11:26 PM  
Anonymous Anonymous segir:

held að kælikrem sé til!

11:46 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Já,. ne það er skárra en AFtersönn, og ætti að vera miklu útbreyddara!!!!!

11:47 PM  

Post a Comment

<< Home