Bloggedí blogg
Já, ég er búin að segja mínar kveðjur við foreldra mína og sé þá ekki fyrr en einhverntíma í enda ágúst. Þannig er nefnilega mál með vexti að forlegdrar mínir elskulegu ákváðu að fara í einhverja tveggja vikna útilegu í kringum landið og flýta þar af leiðandi kveðjustundinni við litla krúttípúttið sitt... Þangað til ég fer út mun ég búa alein í húsinu mínu og þarf ég að elda minn mat sjálf og þvo þvott (er að þvo mína fyrstu þvottavél einmitt núna). Eldaði pasta í gær með pakkasósu og salati í gærkveldi og smakkaðist þetta jaaa, svona alltílagi, kláraði allavega úr pottinum. til allrar hamingju eru þetta einhverjir stálpottar og því get ég sett þetta beint í uppþvottavélina.. Veiiii ekkert fokkíng uppvask...
Ég fór með Helgu á skólavörðustígnn í 12 tóna sem er tónlistarbúð sem selur aðallega íslenska tónlist og svo einhverja klassíska tónlist og djass og sollis, svona sem maður fær ekkert endilega í Skífunni... Þar fjárfestum við í tvöföldum geisladisk sem innihélt safn af rómantískri klassík spiluð með óbó, handa ömmu okkar sem varð víst 88 ára í dag. Svo eftir það kíktum við á Bankastrætið í blómabúðina þar, Ráðhúsblóm held ég að hún heiti. Þar fengum við dýrindis blómvöndi með bleikum liljum og einhverjum stráum handa hinni gömlu föðurmóður okkar. Svo bauð sú gamla okkur upp á belgískar vöfflur og Apfelstrudel í Perlunni og spjölluðum við um allt og ekkert.
Ég kveð að sinni....
Ég fór með Helgu á skólavörðustígnn í 12 tóna sem er tónlistarbúð sem selur aðallega íslenska tónlist og svo einhverja klassíska tónlist og djass og sollis, svona sem maður fær ekkert endilega í Skífunni... Þar fjárfestum við í tvöföldum geisladisk sem innihélt safn af rómantískri klassík spiluð með óbó, handa ömmu okkar sem varð víst 88 ára í dag. Svo eftir það kíktum við á Bankastrætið í blómabúðina þar, Ráðhúsblóm held ég að hún heiti. Þar fengum við dýrindis blómvöndi með bleikum liljum og einhverjum stráum handa hinni gömlu föðurmóður okkar. Svo bauð sú gamla okkur upp á belgískar vöfflur og Apfelstrudel í Perlunni og spjölluðum við um allt og ekkert.
Ég kveð að sinni....
1 Comments:
awww
dúgleg stelpa! :)
Post a Comment
<< Home